Dómsmálaráðherra svaraði ekki fyrirspurnum um hleranir 15. nóvember 2006 21:25 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. MYND/Daníel Dómsmálaráðherra svaraði ekki í fyrirspurnartíma á Alþingi spurningum Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Framsóknarflokksins um hleranir á símum Alþingismanna, ástæður hleranna og hvenær þær hefðu tengst rannsókn sakamála. Ráðherrann sagði ótækt að yfirvöld tækju frumkvæði að því að birta nöfn þingmannanna með tilliti til einkalífshagsmuna þeirra. Þessi ákvörðun Björns Bjarnasonar vakti talsverða reiði á meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar en hann rökstuddi mál sitt meðal annars með því að slíkum sagnfræðilegum rannsóknum væri best fyrir komið hjá fræðimönnum og að þegar væri að störfum nefnd til að skoða þessi mál. Björn sagði eftirfarandi þegar hann svaraði fyrirspurn Kristins: "Einstaklingur getur haft af því brýna persónulega hagsmuni að ekki sé fjallað um það opinberlega hvorki hér á Alþingi eða annars staðar að mál hafi verið þannig vaxin að dómari hafi talið nauðsynlegt að heimila hjá honum hlerun. Flestir sjá það í hendi sér að ótækt er að yfirvöld hafi frumkvæði að því að greina opinberlega frá nöfnum þeirra sem koma þar við sögu." Björgvin G. Sigurðsson kom því næst að máli og fullyrti að það hlyti að stappa nærri pólitísku hneyksli að háttvirtur dómsmálaráðherra skyldi hlaupa í skjól fræðimanna og skirrast við því að upplýsa um það hverjir voru beittir pólitískum njósnum hér fyrr á árum. Björn Ingi Hrafnsson sagði þetta mál einkennast af upphlaupi og löngun til þess að komast í fréttir fjölmiðla. Vísaði hann í mikla og breiða pólitísk samstöðu sem náðist um að setja þetta mál í ákveðin farveg. Það hefði hlotið flýtimeðferð í þinginu og hæstvirtur dómsmálaráðherra hefði ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að í þessu máli ættu öll gögn að koma upp á yfirborðið. Kristinn H. Gunnarsson sagði að þeir sem voru hleraðir hafi enga hagsmuni af því að viðhalda röngum sakargiftum. "Eiga menn að sitja undir ávirðingum og dylgjum ráðherra sem situr á upplýsingunum og neitar að láta þær af hendi? Það er ekki löngun endilega að komast í fjölmiðla að vilja fá þær upplýsingar virðulegur forseti. Mér finnst það nú vera hálfgerður uppskafningsháttur að bera því við." bætti Kristinn þá við. Fréttir Innlent Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Dómsmálaráðherra svaraði ekki í fyrirspurnartíma á Alþingi spurningum Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Framsóknarflokksins um hleranir á símum Alþingismanna, ástæður hleranna og hvenær þær hefðu tengst rannsókn sakamála. Ráðherrann sagði ótækt að yfirvöld tækju frumkvæði að því að birta nöfn þingmannanna með tilliti til einkalífshagsmuna þeirra. Þessi ákvörðun Björns Bjarnasonar vakti talsverða reiði á meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar en hann rökstuddi mál sitt meðal annars með því að slíkum sagnfræðilegum rannsóknum væri best fyrir komið hjá fræðimönnum og að þegar væri að störfum nefnd til að skoða þessi mál. Björn sagði eftirfarandi þegar hann svaraði fyrirspurn Kristins: "Einstaklingur getur haft af því brýna persónulega hagsmuni að ekki sé fjallað um það opinberlega hvorki hér á Alþingi eða annars staðar að mál hafi verið þannig vaxin að dómari hafi talið nauðsynlegt að heimila hjá honum hlerun. Flestir sjá það í hendi sér að ótækt er að yfirvöld hafi frumkvæði að því að greina opinberlega frá nöfnum þeirra sem koma þar við sögu." Björgvin G. Sigurðsson kom því næst að máli og fullyrti að það hlyti að stappa nærri pólitísku hneyksli að háttvirtur dómsmálaráðherra skyldi hlaupa í skjól fræðimanna og skirrast við því að upplýsa um það hverjir voru beittir pólitískum njósnum hér fyrr á árum. Björn Ingi Hrafnsson sagði þetta mál einkennast af upphlaupi og löngun til þess að komast í fréttir fjölmiðla. Vísaði hann í mikla og breiða pólitísk samstöðu sem náðist um að setja þetta mál í ákveðin farveg. Það hefði hlotið flýtimeðferð í þinginu og hæstvirtur dómsmálaráðherra hefði ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að í þessu máli ættu öll gögn að koma upp á yfirborðið. Kristinn H. Gunnarsson sagði að þeir sem voru hleraðir hafi enga hagsmuni af því að viðhalda röngum sakargiftum. "Eiga menn að sitja undir ávirðingum og dylgjum ráðherra sem situr á upplýsingunum og neitar að láta þær af hendi? Það er ekki löngun endilega að komast í fjölmiðla að vilja fá þær upplýsingar virðulegur forseti. Mér finnst það nú vera hálfgerður uppskafningsháttur að bera því við." bætti Kristinn þá við.
Fréttir Innlent Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira