Atvinnuleysi mældist 7,7 prósent á evrusvæðinu í október, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustigi minna atvinnuleysi en í mánuðinum á undan.
Hagfræðingar bjuggust almennt við óbreyttu atvinnuleysi á milli mánaða.