Ríkisstjórnin samþykkir frumvarp til að bæta stöðu erlendra starfsmanna 8. desember 2006 10:25 MYND/Stéfán Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag frumvarp Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu að markmiðið með frumvarpinu sé að veita íslenskum stjórnvöldum betri sýn yfir stöðuna á innlendum vinnumarkaði hvað varðar starfsemi erlendra þjónustufyrirtækja ásamtfjölda erlendra starfsmanna sem starfa hjá slíkum fyrirtækjum hér á landi. Frumvarpið nær til fyrirtækja sem hafa staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA-ríki eða Færeyjum og sendir starfsmann tímabundið hingað til lands í tengslum við veitingu þjónustu. Lögin gilda um starfsmannaleigur til viðbótar við gildandi lög þær. Samkvæmt frumvarpinu verður fyrirtækið að upplýsa Vinnumálastofnun átta virkum dögum áður en það veitir þjónustuna ef hún varir lengur en tíu virka daga hér á landi. Þá skal Vinnumálastofnun tilkynnt um sérstakan fulltrúa fyrirtækisins hér á landi ef fyrirtækið veitir þjónustu hér lengur en í fjórar vikur á hverjum tólf mánuðum og sex eða fleiri starfsmenn veiti þjónustuna. Ef notendafyrirtæki fær ekki staðfestingu Vinnumálastofnunar hjá fyrirtæki um að fyrirtækið eða undirverktakar hafi veitt Vinnumálastofnun upplýsingar er notendafyrirtækinu skylt að láta Vinnumálastofnun vita.Enn fremur kemur fram í tilkynningunni að markmið frumvarpsins sé að erlendir starfsmenn fái laun og önnur starfskjör í samræmi við íslensk lög og íslenska kjarasamninga á meðan þeir starfa hér á landi, þar með talin réttindi í tengslum við veikindi og/eða slys og bætur vegna andláts, varanlegs líkamstjóns og tímabundins missis starfsorku. Undanþágu er unnt að fá við vissar aðstæður og verði viðkomandi starfsmaður hér á landi í átta daga eða skemur.Vinnumálastofnun hefur eftirlit með framkvæmd laganna og getur kallað eftir upplýsingum frá fyrirtæki í þágu eftirlits enda hafi stofnuninni borist rökstudd kvörtun um að fyrirtæki hafi brotið gegn ákvæðum laganna. Ef ekki er farið að fyrirmælum Vinnumálastofnunar getur hún krafist þess að lögregla stöðvi vinnu tímabundið eða loki starfsemi fyrirtækisins hér á landi þangað til úrbætur hafa verið gerðar.Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem félagsmálaráðherra skipaði í júní 2006 til að fara yfir málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Í starfshópnum eru fulltrúar Alþýðusambands Íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna, dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka atvinnulífsins auk fulltrúa félagsmálaráðuneytisins.„Ekki síst í ljósi Hæstaréttardóms í gær varðandi starfsmannaleigur og kjör erlends starfsmanns er nauðsynlegt að herða tökin, skerpa ábyrgð fyrirtækja og treysta innviði vinnumarkaðarins," segir Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra í tilkynningunni. „Eins og ég hef bent á hefur um langt skeið verið unnið að því í ráðuneytinu að skýra og bæta stöðu erlends verkafólks hér á landi. Þetta frumvarp er meðal annars afrakstur af þeirri vinnu." Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag frumvarp Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu að markmiðið með frumvarpinu sé að veita íslenskum stjórnvöldum betri sýn yfir stöðuna á innlendum vinnumarkaði hvað varðar starfsemi erlendra þjónustufyrirtækja ásamtfjölda erlendra starfsmanna sem starfa hjá slíkum fyrirtækjum hér á landi. Frumvarpið nær til fyrirtækja sem hafa staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA-ríki eða Færeyjum og sendir starfsmann tímabundið hingað til lands í tengslum við veitingu þjónustu. Lögin gilda um starfsmannaleigur til viðbótar við gildandi lög þær. Samkvæmt frumvarpinu verður fyrirtækið að upplýsa Vinnumálastofnun átta virkum dögum áður en það veitir þjónustuna ef hún varir lengur en tíu virka daga hér á landi. Þá skal Vinnumálastofnun tilkynnt um sérstakan fulltrúa fyrirtækisins hér á landi ef fyrirtækið veitir þjónustu hér lengur en í fjórar vikur á hverjum tólf mánuðum og sex eða fleiri starfsmenn veiti þjónustuna. Ef notendafyrirtæki fær ekki staðfestingu Vinnumálastofnunar hjá fyrirtæki um að fyrirtækið eða undirverktakar hafi veitt Vinnumálastofnun upplýsingar er notendafyrirtækinu skylt að láta Vinnumálastofnun vita.Enn fremur kemur fram í tilkynningunni að markmið frumvarpsins sé að erlendir starfsmenn fái laun og önnur starfskjör í samræmi við íslensk lög og íslenska kjarasamninga á meðan þeir starfa hér á landi, þar með talin réttindi í tengslum við veikindi og/eða slys og bætur vegna andláts, varanlegs líkamstjóns og tímabundins missis starfsorku. Undanþágu er unnt að fá við vissar aðstæður og verði viðkomandi starfsmaður hér á landi í átta daga eða skemur.Vinnumálastofnun hefur eftirlit með framkvæmd laganna og getur kallað eftir upplýsingum frá fyrirtæki í þágu eftirlits enda hafi stofnuninni borist rökstudd kvörtun um að fyrirtæki hafi brotið gegn ákvæðum laganna. Ef ekki er farið að fyrirmælum Vinnumálastofnunar getur hún krafist þess að lögregla stöðvi vinnu tímabundið eða loki starfsemi fyrirtækisins hér á landi þangað til úrbætur hafa verið gerðar.Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem félagsmálaráðherra skipaði í júní 2006 til að fara yfir málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Í starfshópnum eru fulltrúar Alþýðusambands Íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna, dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka atvinnulífsins auk fulltrúa félagsmálaráðuneytisins.„Ekki síst í ljósi Hæstaréttardóms í gær varðandi starfsmannaleigur og kjör erlends starfsmanns er nauðsynlegt að herða tökin, skerpa ábyrgð fyrirtækja og treysta innviði vinnumarkaðarins," segir Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra í tilkynningunni. „Eins og ég hef bent á hefur um langt skeið verið unnið að því í ráðuneytinu að skýra og bæta stöðu erlends verkafólks hér á landi. Þetta frumvarp er meðal annars afrakstur af þeirri vinnu."
Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira