Frumvarpi um RÚV vísað til þriðju umræðu 8. desember 2006 14:01 MYND/GVA Samþykkt var um tvöleytið á Alþingi að vísa frumvarpinu um Ríkisútvarpið ohf. til þriðju umræðu með 49 atkvæðum. Eins og fram hefur komið í fréttum fer þriðja umræða um frumvarpið fram eftir áramót samkvæmt samkomulagi stjórnarliða og stjórnarandstöðu. Frumvarpi um Sinfóníuhljómsveit Íslands sem kveður á um að Ríkisútvarpið hætti þátttöku í rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitarinnar var einnig samþykkt.Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í menntamálanefnd deildu hart á frumvarpið og sagði Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, að ef það yrði samþykkt myndi að það bæði valda óánægju í samfélaginu og málaferlum bæði utan lands og innan. Vildi hann setja á fót sáttahóp til að vinna að frumvarpinu.Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, kallaði frumvarpið aðför Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að RÚV sem fæli í sér einkavæðingu því verið væri að flytja RÚV úr opinberum rétti til einkaréttar. Markmiðið væri að selja Ríkisútvarpið síðar meir.Dagný Jónsdóttir, varaformaður menntamálanefndar, varði hins vegar frumvarpið og sagði Ríkisútvarpið ekki til sölu. Það myndi á næstu árum eflast og sinna almannahlutverki sínu betur.Sigurður Kári Kristjánsson, formaður nefndarinnar, benti auk þess á að tekið hefði verið tillit til fjölmargra athugasemda stjórnarandstöðunnar og frumvarpinu um RÚV breytt, þar á meðal að upplýsingalög giltu um fyrirtækið og að bannað yrði að selja eignir þess sem teldust til þjóðargersema. Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Samþykkt var um tvöleytið á Alþingi að vísa frumvarpinu um Ríkisútvarpið ohf. til þriðju umræðu með 49 atkvæðum. Eins og fram hefur komið í fréttum fer þriðja umræða um frumvarpið fram eftir áramót samkvæmt samkomulagi stjórnarliða og stjórnarandstöðu. Frumvarpi um Sinfóníuhljómsveit Íslands sem kveður á um að Ríkisútvarpið hætti þátttöku í rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitarinnar var einnig samþykkt.Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í menntamálanefnd deildu hart á frumvarpið og sagði Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, að ef það yrði samþykkt myndi að það bæði valda óánægju í samfélaginu og málaferlum bæði utan lands og innan. Vildi hann setja á fót sáttahóp til að vinna að frumvarpinu.Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, kallaði frumvarpið aðför Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að RÚV sem fæli í sér einkavæðingu því verið væri að flytja RÚV úr opinberum rétti til einkaréttar. Markmiðið væri að selja Ríkisútvarpið síðar meir.Dagný Jónsdóttir, varaformaður menntamálanefndar, varði hins vegar frumvarpið og sagði Ríkisútvarpið ekki til sölu. Það myndi á næstu árum eflast og sinna almannahlutverki sínu betur.Sigurður Kári Kristjánsson, formaður nefndarinnar, benti auk þess á að tekið hefði verið tillit til fjölmargra athugasemda stjórnarandstöðunnar og frumvarpinu um RÚV breytt, þar á meðal að upplýsingalög giltu um fyrirtækið og að bannað yrði að selja eignir þess sem teldust til þjóðargersema.
Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira