Viðskipti erlent

Miklar hækkanir á norrænum mörkuðum

Miklar hækkanir hafa verið á norrænum hlutabréfamörkuðum það sem af er ársfjórðungsins. Greiningardeild Landsbankans segir að þegar norrænu markaðirnir séu skoðaðir kemur í ljós að einungis 15 félög af 95 hafa lækkað á tímabilinu.

Greiningardeildin segir í Vegvísi sínum í dag að mikill áhugi sé á heimsvísu á óhefðbundinni og umhverfisvænni orkuframleiðslu. Þá hafa verið vangaveltur um hvort stór iðnfyrirtæki á borð við General Electrics hafi áhuga á að kaupa Vestas Wind, en gengi fyrirtækisins hefur hækkað um 120 prósent á tímabilinu.

Greiningardeild Landsbankans






Fleiri fréttir

Sjá meira


×