Viðskipti erlent

Viðskiptahallinn minnkar í Bandaríkjunum

Viðskiptahalli minnkaði snarlega á milli mánaða í október, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Halllinn nam 64,3 milljörðum bandaríkjadala eða 4.470 milljörðum króna í september en var 58,9 milljarðar dala eða tæplega 4.100 milljarðar króna í október. Lækkunin er að mestu tilkomin vegna lægra olíuverðs.

Lækkunin kom greiningaraðilum verulega á óvart en þeir höfðu gert ráð fyrir allt að 63 milljarða dala halla sem svarar til 4.380 milljarða íslenskra króna.

Viðskiptahallinn vestanhafs hefur ekki verið lægri síðan í ágúst í fyrra og hefur ekki lækkað jafn mikið á milli mánaða síðan í desember árið 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×