Olíuverð hækkaði fyrir fund OPEC-ríkja 14. desember 2006 09:51 Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Ástæðan er fundur OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, síðar í dag en þar verður tekin ákvörðun um það hvort dregið verði úr olíuframleiðslu aðildarríkjanna til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. Þá dró úr olíubirgðum í Bandaríkjunum. OPEC ákvað að skerða olíuframleiðslu um 1,2 milljónir tunna á dag frá og með 1. nóvember síðastliðnum. Einhugur var ekki um samdráttinn og hafa einungis sárafá aðildarríki samþykkt að draga úr framleiðslu sinni. Breska ríkisútvarpið bendir á, að þótt nokkur aðildarríki vilji frekari samdrátt um áramótin þá sé ekki samstaða um málið. Hráolíuverð hækkaði um 19 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum í dag og fór í 61,56 dali á tunnu en verð á Norðursjávarolíu hækkaði einungis um 7 sent og fór í 61,80 dali á tunnu á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins, sem birt var í gær, kemur fram að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi minnkað meira á milli vikna en búist var við. Almennt var gert ráð fyrir að olíubirgðir hefðu dregist saman um 600 þúsund tunnur en reyndin varð önnur, eða 4,3 milljónir tunna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Ástæðan er fundur OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, síðar í dag en þar verður tekin ákvörðun um það hvort dregið verði úr olíuframleiðslu aðildarríkjanna til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. Þá dró úr olíubirgðum í Bandaríkjunum. OPEC ákvað að skerða olíuframleiðslu um 1,2 milljónir tunna á dag frá og með 1. nóvember síðastliðnum. Einhugur var ekki um samdráttinn og hafa einungis sárafá aðildarríki samþykkt að draga úr framleiðslu sinni. Breska ríkisútvarpið bendir á, að þótt nokkur aðildarríki vilji frekari samdrátt um áramótin þá sé ekki samstaða um málið. Hráolíuverð hækkaði um 19 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum í dag og fór í 61,56 dali á tunnu en verð á Norðursjávarolíu hækkaði einungis um 7 sent og fór í 61,80 dali á tunnu á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins, sem birt var í gær, kemur fram að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi minnkað meira á milli vikna en búist var við. Almennt var gert ráð fyrir að olíubirgðir hefðu dregist saman um 600 þúsund tunnur en reyndin varð önnur, eða 4,3 milljónir tunna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira