Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Bankinn hækkaði stýrivexti síðast um 25 punta í júlí í sumar og lét af núllvaxtastefnu sinni, sem hafði verið viðvarandi síðastliðin fimm ár.

Ákvörðunin kom greiningaraðilum ekki á óvart enda hafi hagvöxtur verið hægur, að sögn breska ríkisútvarpsins. 

Í rökstuðningi bankans segir að einkaneyslu hafi aukist hóflega á meðan vöruverð hefur staðið í stað.



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×