Brugðist við nýjum aðstæðum Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 5. janúar 2007 00:01 Þær fréttir sem bárust á dögunum um hagtölur í sjávarvegi eru athyglisverðar. Annars vegar sjáum við af tölunum að fiskaflinn í tonnum talið er sá minnsti í 15 ár og dróst saman um fimmtung á milli ára. Hins vegar jókst verðmætið um 12 til 14 prósent frá árinu á undan. Skýringin á minni afla verður einkum rakin til mikils samdráttar í loðnuveiðum. Aflinn var 680 þúsund tonn árið 2003, fór í 525 þúsund tonn ári síðar, varð 605 þúsund tonn árið 2005, en einvörðungu 184 þúsund tonn í fyrra. Vitaskuld er þetta áfall. Loðnuveiðar og vinnsla eru mikilvægur þáttur í atvinnusköpun víða um land auk þess sem loðnan er þýðingarmesti þáttur fæðuöflunar þorsksins. Minna aðgengi að loðnu hefur áhrif á stöðu þorskstofnsins og hefur áhrif á veiðiráðgjöfina á hverju ári. Ánægjulegt var þó að sjá þá niðurstöðu úr haustleiðangri Hafrannsóknarstofnunar að loðna í maga þorsks var meiri en undanfarin ár. Atferli loðnunnar hefur verið talsvert öðruvísi undanfarin ár en fyrrum. Ekki hefur tekist að mæla loðnu á hefðbundnum tíma til þess að unnt væri að gefa út kvóta til veiðanna á þeim tíma sem venjulegt hefur verið. Í rannsóknarleiðöngrum sl. haust fannst veiðanleg loðna ekki í nægjanlegu magni. Sömu var að segja um haustrannsóknir árið 2005. Meiri áhersla var lögð á loðnuleit í fyrra og hitteðfyrra en að jafnaði áður. Veiðanleg loðna fannst þó fyrst í lok janúar í fyrra og kvótinn sem út var gefinn, var sá minnsti frá því fyrir 15 árum. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni í gegn um tíðina. Menn hafa brugðist við sveiflum í lífríkinu með margvíslegum hætti og ótrúlegt í raun að sjá hvernig atvinnugreinin hefur leitað nýrra tækifæra þegar önnur hafa brugðist. Loðnuvertíðin á síðasta ári var gott dæmi um það. Þó aflinn í tonnum talið hafi einungis verið 27 prósent loðnuaflans árið 2003, varð verðmætisminnkunin langt um minni. Því veldur að sönnu hátt afurðaverð að nokkru. En lang helsta skýringin er sú að útgerðarmenn beittu skipum sínum í aukna vinnslu. Þannig var aflaverðmætið 2003 11,8 milljarðar, ári síðar 9,4 milljarðar, ári síðar varð verðmætið 9,3 milljarðar og í fyrra 6,3 milljarðar, eða um 53% verðmætisins þegar aflinn var þó hlutfallslega miklu meiri. Höfundur er sjávarútvegsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þær fréttir sem bárust á dögunum um hagtölur í sjávarvegi eru athyglisverðar. Annars vegar sjáum við af tölunum að fiskaflinn í tonnum talið er sá minnsti í 15 ár og dróst saman um fimmtung á milli ára. Hins vegar jókst verðmætið um 12 til 14 prósent frá árinu á undan. Skýringin á minni afla verður einkum rakin til mikils samdráttar í loðnuveiðum. Aflinn var 680 þúsund tonn árið 2003, fór í 525 þúsund tonn ári síðar, varð 605 þúsund tonn árið 2005, en einvörðungu 184 þúsund tonn í fyrra. Vitaskuld er þetta áfall. Loðnuveiðar og vinnsla eru mikilvægur þáttur í atvinnusköpun víða um land auk þess sem loðnan er þýðingarmesti þáttur fæðuöflunar þorsksins. Minna aðgengi að loðnu hefur áhrif á stöðu þorskstofnsins og hefur áhrif á veiðiráðgjöfina á hverju ári. Ánægjulegt var þó að sjá þá niðurstöðu úr haustleiðangri Hafrannsóknarstofnunar að loðna í maga þorsks var meiri en undanfarin ár. Atferli loðnunnar hefur verið talsvert öðruvísi undanfarin ár en fyrrum. Ekki hefur tekist að mæla loðnu á hefðbundnum tíma til þess að unnt væri að gefa út kvóta til veiðanna á þeim tíma sem venjulegt hefur verið. Í rannsóknarleiðöngrum sl. haust fannst veiðanleg loðna ekki í nægjanlegu magni. Sömu var að segja um haustrannsóknir árið 2005. Meiri áhersla var lögð á loðnuleit í fyrra og hitteðfyrra en að jafnaði áður. Veiðanleg loðna fannst þó fyrst í lok janúar í fyrra og kvótinn sem út var gefinn, var sá minnsti frá því fyrir 15 árum. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni í gegn um tíðina. Menn hafa brugðist við sveiflum í lífríkinu með margvíslegum hætti og ótrúlegt í raun að sjá hvernig atvinnugreinin hefur leitað nýrra tækifæra þegar önnur hafa brugðist. Loðnuvertíðin á síðasta ári var gott dæmi um það. Þó aflinn í tonnum talið hafi einungis verið 27 prósent loðnuaflans árið 2003, varð verðmætisminnkunin langt um minni. Því veldur að sönnu hátt afurðaverð að nokkru. En lang helsta skýringin er sú að útgerðarmenn beittu skipum sínum í aukna vinnslu. Þannig var aflaverðmætið 2003 11,8 milljarðar, ári síðar 9,4 milljarðar, ári síðar varð verðmætið 9,3 milljarðar og í fyrra 6,3 milljarðar, eða um 53% verðmætisins þegar aflinn var þó hlutfallslega miklu meiri. Höfundur er sjávarútvegsráðherra
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar