The Prestige - Þrjár stjörnur 16. janúar 2007 00:01 The Prestige Fáir leikstjórar hafa gert sig gildandi af álíka slagkrafti og enski leikstjórinn Christopher Nolan, sem kom sér rækilega á kortið með hinni frábæru mynd Memento auk þess sem Leðurblökumaðurinn gekk í endurnýjun lífdaga í hans meðförum. Í þeirri síðari leiddu hann og Christian Bale saman hesta sína og endurtaka nú leikinn í The Prestige, sem er síst til þess fallin að rýra orðstír Nolans sem eins áhugaverðasta kvikmyndagerðarmanns í Hollywood í dag. The Prestige byggir á samnefndri skáldsögu Christophers Guest og gerist á Englandi um aldamótin 1900. Hún segir frá sjónhverfingamönnunum Alfred Borden og Robert Angier, leiknum af þeim Bale og Hugh Jackman, félögum sem kastast í kekki með svo úr verður hatrömm og stigmagnandi deila þar sem þeir kosta öllu til að stela leyndarmálum hvors annars og jafnvel mannslíf mega missa sín. Um söguþráðinn er annars best minnst að segja, eitt af einkennum Nolans er krefjandi frásagnarháttur sem í þessu tilfelli skiptist í þrennt og fléttast saman eftir því sem á líður. Og virkar fjandi vel lengst framan af. Nolan skapar rafmagnað andrúmsloft (í orðsins fyllstu merkingu) sem magnast upp eftir því sem þráhyggjan bítur sig fastar í keppinautana. Sjónhverfingar skipa eðli málsins samkvæmt stóran sess í myndinni, sem ljær henni meiri dýpt fyrir vikið. Vísbendingarnar eru hins vegar fleiri en villuljósin og of miklu púðri er eytt í að afhjúpa ráðgátuna í lokin sem ólíklegt er að muni skilja nokkurn eftir gapandi af undrun. Bale og Jackman eru í fínu formi í aðalhlutverkunum og myndin er í raun áhugaverðari fyrir karakterstúdíuna en annað. Michael Caine kann sína rullu upp á tíu fingur og Rebecca Hall og Scarlett Johansson eru fínar í hlutverkum sínum. David Bowie er skemmtilegur í hlutverki hugvitsmannsins Nikola Tesla, en dulúðin sem hefur sveipast í kringum nafn hans og ævistarf nýtist skemmtilega. Þegar öllu er á botninn hvolft er The Prestige enn ein rósin í hnappagat Nolans; hugvitssamleg mynd sem hefði þó getað orðið enn betri ef betur hefði verið búið um hnútana í lokin. Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Fáir leikstjórar hafa gert sig gildandi af álíka slagkrafti og enski leikstjórinn Christopher Nolan, sem kom sér rækilega á kortið með hinni frábæru mynd Memento auk þess sem Leðurblökumaðurinn gekk í endurnýjun lífdaga í hans meðförum. Í þeirri síðari leiddu hann og Christian Bale saman hesta sína og endurtaka nú leikinn í The Prestige, sem er síst til þess fallin að rýra orðstír Nolans sem eins áhugaverðasta kvikmyndagerðarmanns í Hollywood í dag. The Prestige byggir á samnefndri skáldsögu Christophers Guest og gerist á Englandi um aldamótin 1900. Hún segir frá sjónhverfingamönnunum Alfred Borden og Robert Angier, leiknum af þeim Bale og Hugh Jackman, félögum sem kastast í kekki með svo úr verður hatrömm og stigmagnandi deila þar sem þeir kosta öllu til að stela leyndarmálum hvors annars og jafnvel mannslíf mega missa sín. Um söguþráðinn er annars best minnst að segja, eitt af einkennum Nolans er krefjandi frásagnarháttur sem í þessu tilfelli skiptist í þrennt og fléttast saman eftir því sem á líður. Og virkar fjandi vel lengst framan af. Nolan skapar rafmagnað andrúmsloft (í orðsins fyllstu merkingu) sem magnast upp eftir því sem þráhyggjan bítur sig fastar í keppinautana. Sjónhverfingar skipa eðli málsins samkvæmt stóran sess í myndinni, sem ljær henni meiri dýpt fyrir vikið. Vísbendingarnar eru hins vegar fleiri en villuljósin og of miklu púðri er eytt í að afhjúpa ráðgátuna í lokin sem ólíklegt er að muni skilja nokkurn eftir gapandi af undrun. Bale og Jackman eru í fínu formi í aðalhlutverkunum og myndin er í raun áhugaverðari fyrir karakterstúdíuna en annað. Michael Caine kann sína rullu upp á tíu fingur og Rebecca Hall og Scarlett Johansson eru fínar í hlutverkum sínum. David Bowie er skemmtilegur í hlutverki hugvitsmannsins Nikola Tesla, en dulúðin sem hefur sveipast í kringum nafn hans og ævistarf nýtist skemmtilega. Þegar öllu er á botninn hvolft er The Prestige enn ein rósin í hnappagat Nolans; hugvitssamleg mynd sem hefði þó getað orðið enn betri ef betur hefði verið búið um hnútana í lokin. Bergsteinn Sigurðsson
Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira