Kvikmyndin Little Miss Sunshine var valin besta myndina á Producers Guild of America-verðlaununum sem voru afhent um síðustu helgi.
Verðlaunin þykja gefa góða vísbendingu um hvaða mynd eigi eftir að vegna vel á óskarsverðlaununum. Myndirnar sem hlutu ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar voru Babel, The Departed, The Queen og Dreamgirls.
Ellefu myndir af þeim sautján sem hafa unnið Producers Guild-verðlaunin hafa verið kjörnar bestu myndirnar á óskarnum.

