Gyðingar og víkingar 25. janúar 2007 08:15 Skólasystur sýna þrjú dansverk og stuttmynd í Hafnarfjarðarleikhúsinu um helgina. MYND/Heiða Fjórar ungar konur úr tveimur ólíkum löndum deildu vist í Arnhem við nám í samningu listdansa í ArtEZ-skólanum. Tvær þeirra voru íslenskar, menntaðar sem dansarar úr Listdansskóla Íslands, hinar komu frá Ísrael. Þeim var falið það verk að setja saman hugmynd að danssýningu og datt þá í hug að leiða saman tvo ólíka heima. Hugmyndinni var vel tekið en það var ekki fyrr en komið var að skilnaðarstund að upp rann ljós; innrásin í Líbanon stóð sem hæst. Nú eru þær komnar hingað til lands allar fjórar og á föstudag og laugardagskvöld verða þær með sýningu: Víkingar og gyðingar kallast hún og er sett saman úr þremur dansverkum og einni stuttmynd. Sér til liðsinnis hafa þær stöllur ellefu unga tónlistarmenn úr skóla FÍH. Verkin eru ólík: Margrét segir eitt þeirra afstrakt, annað hafa beina tilvísun í hryðjuverk. Þau standi nær leikverkum og myndverkum í rými en beinlínis dansi. Þær stöllur, Margrét Bjarnadóttir, Sara Sigurðardóttir, Annat Eisenberg og Noa Shadur náðu vel saman. Þeim var ljóst hvað hlutskipti þeirra voru ólík: stelpurnar frá Ísrael rifjuðu upp þá daga þegar þær urðu að fara í skólann með gasgrímur í poka meðan Persaflóastríðið stóð sem hæst. Þó þær næðu vel saman var heimur þeirra ekki einn - eða bjuggu þær þrátt fyrir það sama heiminn. Margrét segir að verkefnið hafi orðið til með stuðningi verkefnis Evrópusambandsins - Ungt fólk í Evrópu. Hún er hvergi bangin að koma heim og taka upp þráðinn við frekari dansasamningu þegar þessari lotu lýkur. Þær Saga ætla að reyna að vinna saman að frekari verkefnum. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort þær komast með vinkonum sínum til Ísrael til að sýna þar. Það er erfiðara að finna fjármagn til sýninga þar en hér. Þær voru svo heppnar að komast í samband við Hafnarfjarðarleikhúsið, en þar standa nú yfir æfingar á tveimur verkum, Abbababb, barnarokksöngleik dr. Gunna og Felix Bergssonar og verki sem byggir á Draumalandi Andra Snæs. Skammt er í frumsýningingu á Abbababb og var danssýningu þeirra vinkvenna skotið inn. Einungis eru fyrirhugaðar sýninga á föstu- og laugardagskvöld. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fjórar ungar konur úr tveimur ólíkum löndum deildu vist í Arnhem við nám í samningu listdansa í ArtEZ-skólanum. Tvær þeirra voru íslenskar, menntaðar sem dansarar úr Listdansskóla Íslands, hinar komu frá Ísrael. Þeim var falið það verk að setja saman hugmynd að danssýningu og datt þá í hug að leiða saman tvo ólíka heima. Hugmyndinni var vel tekið en það var ekki fyrr en komið var að skilnaðarstund að upp rann ljós; innrásin í Líbanon stóð sem hæst. Nú eru þær komnar hingað til lands allar fjórar og á föstudag og laugardagskvöld verða þær með sýningu: Víkingar og gyðingar kallast hún og er sett saman úr þremur dansverkum og einni stuttmynd. Sér til liðsinnis hafa þær stöllur ellefu unga tónlistarmenn úr skóla FÍH. Verkin eru ólík: Margrét segir eitt þeirra afstrakt, annað hafa beina tilvísun í hryðjuverk. Þau standi nær leikverkum og myndverkum í rými en beinlínis dansi. Þær stöllur, Margrét Bjarnadóttir, Sara Sigurðardóttir, Annat Eisenberg og Noa Shadur náðu vel saman. Þeim var ljóst hvað hlutskipti þeirra voru ólík: stelpurnar frá Ísrael rifjuðu upp þá daga þegar þær urðu að fara í skólann með gasgrímur í poka meðan Persaflóastríðið stóð sem hæst. Þó þær næðu vel saman var heimur þeirra ekki einn - eða bjuggu þær þrátt fyrir það sama heiminn. Margrét segir að verkefnið hafi orðið til með stuðningi verkefnis Evrópusambandsins - Ungt fólk í Evrópu. Hún er hvergi bangin að koma heim og taka upp þráðinn við frekari dansasamningu þegar þessari lotu lýkur. Þær Saga ætla að reyna að vinna saman að frekari verkefnum. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort þær komast með vinkonum sínum til Ísrael til að sýna þar. Það er erfiðara að finna fjármagn til sýninga þar en hér. Þær voru svo heppnar að komast í samband við Hafnarfjarðarleikhúsið, en þar standa nú yfir æfingar á tveimur verkum, Abbababb, barnarokksöngleik dr. Gunna og Felix Bergssonar og verki sem byggir á Draumalandi Andra Snæs. Skammt er í frumsýningingu á Abbababb og var danssýningu þeirra vinkvenna skotið inn. Einungis eru fyrirhugaðar sýninga á föstu- og laugardagskvöld.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira