Skýrari stefnu um innflytjendamál fyrir kosningar í vor Toshiki Toma skrifar 27. janúar 2007 00:01 Æsingurinn sem spannst í kringum umræðuna um innflytjendamál á sl. mánuðum virðist vera á undanhaldi. Senn líður að alþingiskosningum og því er afar brýnt að þessi umræða verði sett á oddinn að nýju, þó með málefnalegri og skipulegri hætti en áður. Innflytjendamál snúa að mörgum sviðum íslensks samfélags en það umræðuefni sem olli mestu fjaðrafoki og ýtti af stað bylgju fordóma í garð innflytjenda var umræðan um öra fjölgun erlendra verkamanna frá nýju aðildarríkjunum ESB. Mig langar aðeins til að fjalla um þetta atriði í þessari grein. Til þess að geta haldið uppi upplýstri og málefnalegri umræðu þarf að liggja ljóst fyrir um hvað málið snýst, t.d. hverju megi breyta og hverju ekki. Svo lengi sem Ísland er aðildarríki EES-samningsins, þá er ekki heimilt að takmarka ferðir EES-launafólks innan evrópska vinnumarkaðarins. Grunnstef ESB og EES-samningsins er „einn sameiginlegur vinnumarkaður" og er frjáls för launafólks gagnkvæm skylda aðildarríkjanna. Þegar fjallað er um innflytjendamál hafa sumir reynt að beina umræðunni í þá átt að takmarka skuli þetta frjálsa flæði. Til þess þyrftu Íslendingar að ganga úr EES-samstarfinu. Er vilji til þess? Að sjálfsögðu kann það að vera valkostur en slíkt myndi hafa margþættar afleiðingar í för með sér sem snerta myndu fleiri en innflytjendur. Það er því mikilvægt að umfjöllun, einkum stjórnmálamanna, gefi rétta mynd af aðstæðum. Takmörkun ferða innflytjenda til Íslands er ekki möguleg (nema þá tímabundið) svo lengi sem við erum aðilar að samningnum. Þá er spurt, eiga Íslendingar að sitja aðgerðalausir og leyfa ótakmarkaðan innflutning útlendinga? Áður en ég svara þessari spurningu vil ég benda á að fjölgun erlendra verkamanna hér á landi er alls ekki neikvæð, einkum í efnahagslegu tilliti. Þetta kom skýrt fram í nýlegri könnun Kaupþings á áhrifum erlends vinnuafls á íslenskt efnahagslíf. Ég tek þó undir með þeim sem óttast að félagslega kerfið sé ekki í stakk búið til að taka á móti sífellt fleiri innflytjendum, t.d. er varðar skóla, viðunandi framboð á íslenskukennslu o.s.frv. Ef ekki er staðið vel að þessum þáttum er líklegt að það skapist spenna bæði hjá innflytjendum og Íslendingum. Því þurfum við að sníða stakk eftir vexti og taka aðeins á móti þeim fjölda innflytjenda sem við ráðum við að tryggja mannsæmandi aðstæður og jöfn tækifæri. En hvernig er hægt að stemma stigu við fjölguninni ef Ísland getur ekki takmarkað beint innflutning erlendra verkamanna? Tvennt er til ráða: Í fyrsta lagi mætti hverfa frá iðjustefnu í landinu. Stóriðjustefnan sem fylgt hefur verið undanfarin ár krefst þúsunda erlendra verkamanna. Það er aðallega stóriðjustefnan sem kallar á vinnuafl að utan og hefur valdið stórfelldri fjölgun innflytjenda í landinu. Það er afkáralegt að vera fylgjandi efnahagsstefnu sem krefst innflutnings erlendra verkamanna, og kvarta svo yfir offlæði erlends vinnuafls þegar fólkið kemur hingað til lands að vinna á grundvelli þessarar stefnu! Í öðru lagi ætti að skylda atvinnurekendur sem ráða innflytjendur til að borga þeim sanngjörn laun (sjálfsagt mál), til að tryggja starfsfólki almennilegar vinnuaðstæður, réttindafræðslu og ókeypis íslenskukennslu. Allt þess kostar eitthvað. Með því að tryggja réttindi erlends starfsfólks verður það ekki ódýrara vinnuafl en það íslenska. Ég tel þessar tvær aðferðar mikilvægar og raunsæjar til að hægja á fjölgun erlendra verkamanna á Íslandi - ef það er það sem við viljum gera. Báðar aðgerðirnar snúa að íslenskri efnahags- og vinnumarkaðsstefnu, ekki innflytjendunum sjálfum. Ég kalla eftir því að allir stjórnmálaflokkar móti sér skýra stefnu í innflytjendamálum fyrir komandi kosningar. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Æsingurinn sem spannst í kringum umræðuna um innflytjendamál á sl. mánuðum virðist vera á undanhaldi. Senn líður að alþingiskosningum og því er afar brýnt að þessi umræða verði sett á oddinn að nýju, þó með málefnalegri og skipulegri hætti en áður. Innflytjendamál snúa að mörgum sviðum íslensks samfélags en það umræðuefni sem olli mestu fjaðrafoki og ýtti af stað bylgju fordóma í garð innflytjenda var umræðan um öra fjölgun erlendra verkamanna frá nýju aðildarríkjunum ESB. Mig langar aðeins til að fjalla um þetta atriði í þessari grein. Til þess að geta haldið uppi upplýstri og málefnalegri umræðu þarf að liggja ljóst fyrir um hvað málið snýst, t.d. hverju megi breyta og hverju ekki. Svo lengi sem Ísland er aðildarríki EES-samningsins, þá er ekki heimilt að takmarka ferðir EES-launafólks innan evrópska vinnumarkaðarins. Grunnstef ESB og EES-samningsins er „einn sameiginlegur vinnumarkaður" og er frjáls för launafólks gagnkvæm skylda aðildarríkjanna. Þegar fjallað er um innflytjendamál hafa sumir reynt að beina umræðunni í þá átt að takmarka skuli þetta frjálsa flæði. Til þess þyrftu Íslendingar að ganga úr EES-samstarfinu. Er vilji til þess? Að sjálfsögðu kann það að vera valkostur en slíkt myndi hafa margþættar afleiðingar í för með sér sem snerta myndu fleiri en innflytjendur. Það er því mikilvægt að umfjöllun, einkum stjórnmálamanna, gefi rétta mynd af aðstæðum. Takmörkun ferða innflytjenda til Íslands er ekki möguleg (nema þá tímabundið) svo lengi sem við erum aðilar að samningnum. Þá er spurt, eiga Íslendingar að sitja aðgerðalausir og leyfa ótakmarkaðan innflutning útlendinga? Áður en ég svara þessari spurningu vil ég benda á að fjölgun erlendra verkamanna hér á landi er alls ekki neikvæð, einkum í efnahagslegu tilliti. Þetta kom skýrt fram í nýlegri könnun Kaupþings á áhrifum erlends vinnuafls á íslenskt efnahagslíf. Ég tek þó undir með þeim sem óttast að félagslega kerfið sé ekki í stakk búið til að taka á móti sífellt fleiri innflytjendum, t.d. er varðar skóla, viðunandi framboð á íslenskukennslu o.s.frv. Ef ekki er staðið vel að þessum þáttum er líklegt að það skapist spenna bæði hjá innflytjendum og Íslendingum. Því þurfum við að sníða stakk eftir vexti og taka aðeins á móti þeim fjölda innflytjenda sem við ráðum við að tryggja mannsæmandi aðstæður og jöfn tækifæri. En hvernig er hægt að stemma stigu við fjölguninni ef Ísland getur ekki takmarkað beint innflutning erlendra verkamanna? Tvennt er til ráða: Í fyrsta lagi mætti hverfa frá iðjustefnu í landinu. Stóriðjustefnan sem fylgt hefur verið undanfarin ár krefst þúsunda erlendra verkamanna. Það er aðallega stóriðjustefnan sem kallar á vinnuafl að utan og hefur valdið stórfelldri fjölgun innflytjenda í landinu. Það er afkáralegt að vera fylgjandi efnahagsstefnu sem krefst innflutnings erlendra verkamanna, og kvarta svo yfir offlæði erlends vinnuafls þegar fólkið kemur hingað til lands að vinna á grundvelli þessarar stefnu! Í öðru lagi ætti að skylda atvinnurekendur sem ráða innflytjendur til að borga þeim sanngjörn laun (sjálfsagt mál), til að tryggja starfsfólki almennilegar vinnuaðstæður, réttindafræðslu og ókeypis íslenskukennslu. Allt þess kostar eitthvað. Með því að tryggja réttindi erlends starfsfólks verður það ekki ódýrara vinnuafl en það íslenska. Ég tel þessar tvær aðferðar mikilvægar og raunsæjar til að hægja á fjölgun erlendra verkamanna á Íslandi - ef það er það sem við viljum gera. Báðar aðgerðirnar snúa að íslenskri efnahags- og vinnumarkaðsstefnu, ekki innflytjendunum sjálfum. Ég kalla eftir því að allir stjórnmálaflokkar móti sér skýra stefnu í innflytjendamálum fyrir komandi kosningar. Höfundur er prestur innflytjenda.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun