Stóru laxarnir synda í kringum Latabæ 10. febrúar 2007 13:30 „Þetta er auðvitað alveg frábært. Við vorum í skýjunum í fyrra þegar Julianna Rose Mauriello var tilnefnd. Við bjuggumst ekkert frekar við því að þetta gæti endurtekið sig," segir Kjartan Már Kjartansson, upplýsingafulltrúi Latabæjar, en Magnús Scheving og Jonathan Judge voru á miðvikudaginn tilnefndir til Emmy-verðlaunanna fyrir leikstjórn Latabæjarþáttanna. „Tilnefningin er náttúrlega fyrst og fremst mikil viðurkenning fyrir Magnús og sýnir að hann er að gera eitthvað rétt," bætir Kjartan Már við. Emmy-verðlaunin eru hálfgerð Óskarsverðlaun hjá bandaríska sjónvarpsiðnaðinum og er Latibær tilnefndur í flokki barnaþáttaraðar. Kjartan viðurkennir að sú staðreynd að þættirnir hljóti tilnefningu tvö ár í röð hafi vakið stóru laxanna í sjónvarpsiðnaðinum til lífsins. Þeir syndi nú rólega umhverfis Latabæ. Kjartan vildi þó ekkert gefa upp hvort eða hvenær farið yrði af stað í gerð kvikmyndar byggðri á þáttunum en orðrómur þess efnis hefur lengi verið á kreiki. „Við ætlum bara að klára þættina og einbeitum okkur að því. Við erum hins vegar ekkert búnir að loka neinum dyrum," segir Kjartan. Magnús Scheving hefur að undanförnu verið á löngu og ströngu ferðalagi um Bretland. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er nú verið að undirbúa stórt Orkuátak á vegum Latabæjar þar í landi og ættu þau mál að skýrast á næstu misserum. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa breskir fjölmiðlar mikið velt því fyrir sér hvenær Íþróttaálfurinn og nakti kokkurinn Jamie Oliver muni ná saman en þeir deila því sameiginlega áhugamáli að vilja bæta fæðu breskra barna. Kjartan vildi ekkert tjá sig um málið en aðspurður um hvort ein eða tvær Emmy-tilnefningar myndu ekki liðka fyrir svaraði hann: „Þetta skemmir ekki fyrir." Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Þetta er auðvitað alveg frábært. Við vorum í skýjunum í fyrra þegar Julianna Rose Mauriello var tilnefnd. Við bjuggumst ekkert frekar við því að þetta gæti endurtekið sig," segir Kjartan Már Kjartansson, upplýsingafulltrúi Latabæjar, en Magnús Scheving og Jonathan Judge voru á miðvikudaginn tilnefndir til Emmy-verðlaunanna fyrir leikstjórn Latabæjarþáttanna. „Tilnefningin er náttúrlega fyrst og fremst mikil viðurkenning fyrir Magnús og sýnir að hann er að gera eitthvað rétt," bætir Kjartan Már við. Emmy-verðlaunin eru hálfgerð Óskarsverðlaun hjá bandaríska sjónvarpsiðnaðinum og er Latibær tilnefndur í flokki barnaþáttaraðar. Kjartan viðurkennir að sú staðreynd að þættirnir hljóti tilnefningu tvö ár í röð hafi vakið stóru laxanna í sjónvarpsiðnaðinum til lífsins. Þeir syndi nú rólega umhverfis Latabæ. Kjartan vildi þó ekkert gefa upp hvort eða hvenær farið yrði af stað í gerð kvikmyndar byggðri á þáttunum en orðrómur þess efnis hefur lengi verið á kreiki. „Við ætlum bara að klára þættina og einbeitum okkur að því. Við erum hins vegar ekkert búnir að loka neinum dyrum," segir Kjartan. Magnús Scheving hefur að undanförnu verið á löngu og ströngu ferðalagi um Bretland. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er nú verið að undirbúa stórt Orkuátak á vegum Latabæjar þar í landi og ættu þau mál að skýrast á næstu misserum. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa breskir fjölmiðlar mikið velt því fyrir sér hvenær Íþróttaálfurinn og nakti kokkurinn Jamie Oliver muni ná saman en þeir deila því sameiginlega áhugamáli að vilja bæta fæðu breskra barna. Kjartan vildi ekkert tjá sig um málið en aðspurður um hvort ein eða tvær Emmy-tilnefningar myndu ekki liðka fyrir svaraði hann: „Þetta skemmir ekki fyrir."
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira