Hlustum á börnin! Katrín Jakobsdóttir skrifar 11. febrúar 2007 05:00 Katrín Jakobsdóttir skrifar Atburðirnir á unglingaheimilinu í Breiðavík hafa hreyft við mörgum og hefur Kastljós Sjónvarpsins þar vakið athygli á viðkvæmu en mikilvægu máli. Málið hefur nú verið rætt á Alþingi og er sjálfsagt að skoða þessi mál bæði í sögulegu samhengi og til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Við erum svo heppin að búa í ríku samfélagi þar sem kjör manna eru um margt miklu betri en víða annars staðar. Hjartað í þessu samfélagi er það velferðarkerfi sem hér var byggt upp á 20. öld, ekki síst vegna baráttu verkalýðsfélaga fyrir bættum kjörum og velferðarkerfi fyrir alla. Af þessum sökum eru brotalamir í kerfinu áfall fyrir marga en kenna okkur það að alltaf verður að vera vakandi fyrir slíkum götum. Það gleymist oft í því 200% lífi sem margur Íslendingurinn kýs að lifa að börnin okkar eru viðkvæmt fólk sem þarf að gæta vel að. Þau eru valdalítil í samfélaginu og þurfa að reiða sig á fullorðna fólkið um velferð sína. Það er sameiginleg skylda okkar allra að hlú að öllum börnum og gæta þess að ekkert barn falli milli skips og bryggju. Við höfum efni á því að reka slíka barnapólitík, ekki síst vegna þess að til lengri tíma skilar hún arði hvernig sem á málið er litið. Eitt barn sem villist af beinu brautinni kostar samfélagið ómælda fjármuni og ekki verða þeir minni ef viðbrögðin eru að níðast á því. Þá er ekki litið á þær tilfinningar sem eru undir hjá stórum hópi fólks í kringum hverja manneskju. Því má alveg eins segja að við höfum ekki efni á því að láta það eiga sig að móta markvissa stefnu í málefnum barna. Samfélag samtímans er búið til af fullorðnum og að langmestu leyti hannað fyrir fullorðna. Það þarf vilja og kjark til að breyta samfélaginu í þá veru að það verði hlustað meira á börn og borin virðing fyrir þeirra þörfum og skoðunum. En nú er kominn tími til að málefni barna verði þungvæg í stjórnmálaumræðunni. Barnapólitík felst meðal annars í því að auka áhrif barna og leggja áherslu á skólapólitík fyrir börn. Hún felst líka í því að sníða samfélagið þannig að börnin fái meira rými og að foreldrar og börn fái aukin tækifæri til að vera saman. Slík nálgun krefst hugarfarsbreytingar atvinnurekenda, stjórnmálamanna og almennings í landinu en hún mun skila barnvænna samfélagi. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifar Atburðirnir á unglingaheimilinu í Breiðavík hafa hreyft við mörgum og hefur Kastljós Sjónvarpsins þar vakið athygli á viðkvæmu en mikilvægu máli. Málið hefur nú verið rætt á Alþingi og er sjálfsagt að skoða þessi mál bæði í sögulegu samhengi og til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Við erum svo heppin að búa í ríku samfélagi þar sem kjör manna eru um margt miklu betri en víða annars staðar. Hjartað í þessu samfélagi er það velferðarkerfi sem hér var byggt upp á 20. öld, ekki síst vegna baráttu verkalýðsfélaga fyrir bættum kjörum og velferðarkerfi fyrir alla. Af þessum sökum eru brotalamir í kerfinu áfall fyrir marga en kenna okkur það að alltaf verður að vera vakandi fyrir slíkum götum. Það gleymist oft í því 200% lífi sem margur Íslendingurinn kýs að lifa að börnin okkar eru viðkvæmt fólk sem þarf að gæta vel að. Þau eru valdalítil í samfélaginu og þurfa að reiða sig á fullorðna fólkið um velferð sína. Það er sameiginleg skylda okkar allra að hlú að öllum börnum og gæta þess að ekkert barn falli milli skips og bryggju. Við höfum efni á því að reka slíka barnapólitík, ekki síst vegna þess að til lengri tíma skilar hún arði hvernig sem á málið er litið. Eitt barn sem villist af beinu brautinni kostar samfélagið ómælda fjármuni og ekki verða þeir minni ef viðbrögðin eru að níðast á því. Þá er ekki litið á þær tilfinningar sem eru undir hjá stórum hópi fólks í kringum hverja manneskju. Því má alveg eins segja að við höfum ekki efni á því að láta það eiga sig að móta markvissa stefnu í málefnum barna. Samfélag samtímans er búið til af fullorðnum og að langmestu leyti hannað fyrir fullorðna. Það þarf vilja og kjark til að breyta samfélaginu í þá veru að það verði hlustað meira á börn og borin virðing fyrir þeirra þörfum og skoðunum. En nú er kominn tími til að málefni barna verði þungvæg í stjórnmálaumræðunni. Barnapólitík felst meðal annars í því að auka áhrif barna og leggja áherslu á skólapólitík fyrir börn. Hún felst líka í því að sníða samfélagið þannig að börnin fái meira rými og að foreldrar og börn fái aukin tækifæri til að vera saman. Slík nálgun krefst hugarfarsbreytingar atvinnurekenda, stjórnmálamanna og almennings í landinu en hún mun skila barnvænna samfélagi. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun