Windows Vista blæs lífi í tölvusölu 14. febrúar 2007 00:01 Sala á nýjum tölvum hefur stóraukist í Bandaríkjunum eftir að nýjasta stýrikerfið frá Microsoft kom á markað. MYND/AFP Einstaklingsútgáfa Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kom á markað undir lok síðasta mánaðar, hefur orðið til þess að stórauka sölu á nýjum tölvum í Bandaríkjunum. Talið er að helsta ástæðan fyrir þessari kröftugu sölu sé að með þeim fylgdi ókeypis uppfærsla á stýrikerfinu auk þess sem stýrikerfið, ekki síst stærsta útgáfa þess, krefst talsvert stærri örgjörva og vinnsluminnis en eldri tölvur búa yfir. Ef einungis er horft til sölu á nýjum einkatölvum í næstsíðustu viku janúarmánaðar og sama tíma í fyrra jókst sala á tölvum um heil 173 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu markaðsrannsóknafyrirtækisins Current Analysis sem kannaði sölutölur á nýjum tölvum fyrir og eftir útgáfu stýrikerfisins. Niðurstaðan er sú að talsverður viðsnúningur er í sölu á borðtölvum sem dróst mikið saman á síðasta ári. Útlit var fyrir frekari samdrátt á þessu ári eða þar til stýrikerfið kom á markað. Vinsælasta einstaklingsútgáfa stýrikerfisins er Windows Home Premium en 76 prósent fartölvueigenda hafa keypt það. Á móti hafa 59 prósent borðtölvueigenda fest kaup á þessari útgáfu stýrikerfisins. Sala á Windows Vista Ultimate, sem er stærsta og dýrasta einstaklingsútgáfa stýrikerfisins, er talsvert minni, en hana er einungis að finna í einu prósenti allra einkatölva sem keyra á nýja stýrikerfinu. Sam Bhavnani, einn af höfundum skýrslunnar, segir að reiknað sé með því að kraftur muni koma í sölu á stærstu útgáfu stýrikerfisins eftir því sem á líður. Microsoft sendi frá sér tilkynningu á fimmtudag í síðustu viku þar sem fram kemur ánægja yfir góðum viðtökum tölvueigenda við nýja stýrikerfinu, sem er það fyrsta sem lítur dagsins ljós frá Microsoft síðan Windows XP kom á markað árið 2001. Héðan og þaðan Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Einstaklingsútgáfa Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kom á markað undir lok síðasta mánaðar, hefur orðið til þess að stórauka sölu á nýjum tölvum í Bandaríkjunum. Talið er að helsta ástæðan fyrir þessari kröftugu sölu sé að með þeim fylgdi ókeypis uppfærsla á stýrikerfinu auk þess sem stýrikerfið, ekki síst stærsta útgáfa þess, krefst talsvert stærri örgjörva og vinnsluminnis en eldri tölvur búa yfir. Ef einungis er horft til sölu á nýjum einkatölvum í næstsíðustu viku janúarmánaðar og sama tíma í fyrra jókst sala á tölvum um heil 173 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu markaðsrannsóknafyrirtækisins Current Analysis sem kannaði sölutölur á nýjum tölvum fyrir og eftir útgáfu stýrikerfisins. Niðurstaðan er sú að talsverður viðsnúningur er í sölu á borðtölvum sem dróst mikið saman á síðasta ári. Útlit var fyrir frekari samdrátt á þessu ári eða þar til stýrikerfið kom á markað. Vinsælasta einstaklingsútgáfa stýrikerfisins er Windows Home Premium en 76 prósent fartölvueigenda hafa keypt það. Á móti hafa 59 prósent borðtölvueigenda fest kaup á þessari útgáfu stýrikerfisins. Sala á Windows Vista Ultimate, sem er stærsta og dýrasta einstaklingsútgáfa stýrikerfisins, er talsvert minni, en hana er einungis að finna í einu prósenti allra einkatölva sem keyra á nýja stýrikerfinu. Sam Bhavnani, einn af höfundum skýrslunnar, segir að reiknað sé með því að kraftur muni koma í sölu á stærstu útgáfu stýrikerfisins eftir því sem á líður. Microsoft sendi frá sér tilkynningu á fimmtudag í síðustu viku þar sem fram kemur ánægja yfir góðum viðtökum tölvueigenda við nýja stýrikerfinu, sem er það fyrsta sem lítur dagsins ljós frá Microsoft síðan Windows XP kom á markað árið 2001.
Héðan og þaðan Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira