Völundarhús Pans - fimm stjörnur 16. febrúar 2007 00:01 Strax í sinni fyrstu mynd, Cronos frá árinu 1993, sýndi mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro að hann er kvikmyndagerðarmaður með sérstaka og áhugaverða sýn. Þrátt fyrir glappaskotið Mimic árið 1997 hefur honum gengið ágætlega í Hollywood en nýtur sín þó óneitanlega betur á móðurmálinu, eins og Hornsteinn djöfulsins (El Espinazo del diablo) frá 2001 og nú Völundarhús Pans ber glögglega vitni um. Völundarhús Pans gerist á Spáni árið 1944 þegar fasistar hafa náð landinu á sitt vald en andspyrnuhreyfingin gerir þeim enn skráveifu í sveitunum. Þangað flytur Ófelía ásamt móður sinni, sem á von á barni með Vidal höfuðsmanni. Hin bókhneigða Ófelía hverfur auðveldlega á vit eigin hugarheims og meðan bardagar geisa milli hersins og skæruliða vitjar skógarpúki hennar kvöld eitt og felur henni þrjár þrautir til að leysa. Auk þess að leikstýra skrifar del Toro handritið að myndinni og er skemmst frá því að segja að þetta er hans langbesta mynd til þessa; áhrifamikið og ljúfsárt ævintýri fyrir fullorðna. Del Toro er framúrskarandi hryllingsmyndagerðarmaður og stíleinkenni hans eru á sínum stað (þar með talinn mikill áhugi hans á skordýrum). Töfraveröldin undursamleg og útfærð af mikilli hugvitssemi, hvort sem um ræðir skógarpúka, risakörtur eða forynjur sem éta börn og minnir á að klassísku ævintýrin voru upphaflega hrylllingssögur síns tíma. Leikstjórinn er ekki síður í essinu sínu þegar kemur að raunheimum og hryllingur stríðsins er nístandi; ofbeldið er mikið og dansar stundum á mörkum splattersins án þess þó að fara yfir strikið. Hin unga Ivana Baquero er frábær í hlutverki Ófelíu og Sergei Lopez er traustur að vanda í hlutverki Vidals höfuðsmanns; þar er líklega komið eitt eftirminnilegasta ómenni kvikmyndasögunnar. Með Völundarhúsi Pans hefur Guillermo del Toro mögulega gert sitt meistaraverk, að minnsta kosti reist sér veglegan bautastein og skipað sér í fremstu röð innan sinnar stéttar. Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Strax í sinni fyrstu mynd, Cronos frá árinu 1993, sýndi mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro að hann er kvikmyndagerðarmaður með sérstaka og áhugaverða sýn. Þrátt fyrir glappaskotið Mimic árið 1997 hefur honum gengið ágætlega í Hollywood en nýtur sín þó óneitanlega betur á móðurmálinu, eins og Hornsteinn djöfulsins (El Espinazo del diablo) frá 2001 og nú Völundarhús Pans ber glögglega vitni um. Völundarhús Pans gerist á Spáni árið 1944 þegar fasistar hafa náð landinu á sitt vald en andspyrnuhreyfingin gerir þeim enn skráveifu í sveitunum. Þangað flytur Ófelía ásamt móður sinni, sem á von á barni með Vidal höfuðsmanni. Hin bókhneigða Ófelía hverfur auðveldlega á vit eigin hugarheims og meðan bardagar geisa milli hersins og skæruliða vitjar skógarpúki hennar kvöld eitt og felur henni þrjár þrautir til að leysa. Auk þess að leikstýra skrifar del Toro handritið að myndinni og er skemmst frá því að segja að þetta er hans langbesta mynd til þessa; áhrifamikið og ljúfsárt ævintýri fyrir fullorðna. Del Toro er framúrskarandi hryllingsmyndagerðarmaður og stíleinkenni hans eru á sínum stað (þar með talinn mikill áhugi hans á skordýrum). Töfraveröldin undursamleg og útfærð af mikilli hugvitssemi, hvort sem um ræðir skógarpúka, risakörtur eða forynjur sem éta börn og minnir á að klassísku ævintýrin voru upphaflega hrylllingssögur síns tíma. Leikstjórinn er ekki síður í essinu sínu þegar kemur að raunheimum og hryllingur stríðsins er nístandi; ofbeldið er mikið og dansar stundum á mörkum splattersins án þess þó að fara yfir strikið. Hin unga Ivana Baquero er frábær í hlutverki Ófelíu og Sergei Lopez er traustur að vanda í hlutverki Vidals höfuðsmanns; þar er líklega komið eitt eftirminnilegasta ómenni kvikmyndasögunnar. Með Völundarhúsi Pans hefur Guillermo del Toro mögulega gert sitt meistaraverk, að minnsta kosti reist sér veglegan bautastein og skipað sér í fremstu röð innan sinnar stéttar. Bergsteinn Sigurðsson
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira