Hjálpar Mel Gibson að gera kvikmynd um Fischer 16. febrúar 2007 08:45 Bobby Fischer. Mel Gibson hefur að sögn áhuga á að gera mynd um sögu hans. „Ég hef verið að reyna að koma á sambandi Mels Gibson og Bobby Fischer í tengslum við fyrirhugaða mynd um Fischer og sögu hans. Gibson er áhugasamur um að framleiða slíka mynd og ég hef sagt Bobby að ég muni skrifa útlínur á eina síðu fyrir hann. Hver veit nema Mel heimsæki Fischer til Íslands fljótlega,“ segir Raul Rodriguez. Raul starfaði árum saman á Íslandi sem einkaþjálfari og er vel þekktur í þeim geira. Mikill vinskapur tókst með honum og skáksnillingnum Bobby Fischer. Raul starfar nú sem einkaþjálfari í Los Angeles, á hinni þekktu Gold Gym líkamsræktarstöð, og fer vegur hans þar mjög vaxandi. En hann hugsar stöðugt til Íslands, til sona sinna tveggja og segist sakna þeirra. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi til vina sinna á Íslandi. „En á tveimur mánuðum hefur mér tekist það sem enginn annar einkaþjálfari hér hefur afrekað í sögu Gold Gym sem er að slá metið hvað varðar innkomu auk þess að vera valinn einkaþjálfari mánaðarins nú tvisvar í röð,“ segir Raul og skortir ekki metnaðinn þar á bæ. Hann segist þegar vera viðurkenndur sem meðal þeirra bestu á sínu sviði í LA en verður ekki ánægður fyrr en hann verður talinn sá besti. „Leið mín á toppinn er svipuð því og var á Íslandi. Ég byrjaði hjá Magnúsi Scheving á Aerobic Sport og endaði hjá Bjössa í World Class. Listi A-viðskipta vina minna vex og má nefna Shawn Hatosy sem leikur nú í Alpha Dogs á móti Justin Timberlake en ég er að skera hann niður fyrir hlutverk í mynd sem verið er að gera og heitir The Nobel Son. Ég er einnig að þjálfa Jeraldine Saunders sem skapaði sjónvarpsþættina Love Boat en hún er gift hinum heimsþekkta stjörnuspekingi Sydny Omar. Og þá má nefna konung rómantíkurinnar – tískumódelið Fabíó.“ Góður vinskapur hefur tekist með Rodriguez og Fabíó sem er að hugsa um að skella sér til Íslands með Raul þegar hann kemur í sumar til að heimsækja syni sína. „Hann er enginn Fischer en mjög skemmtilegur,“ segir Raul Rodriguez og nefnir að síðustu en ekki sístan af lista viðskiptavina sinna Clay Adkins sem bað Raul um að gera með sér raunveruleikasjónvarpsþátt um líkamsrækt. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Ég hef verið að reyna að koma á sambandi Mels Gibson og Bobby Fischer í tengslum við fyrirhugaða mynd um Fischer og sögu hans. Gibson er áhugasamur um að framleiða slíka mynd og ég hef sagt Bobby að ég muni skrifa útlínur á eina síðu fyrir hann. Hver veit nema Mel heimsæki Fischer til Íslands fljótlega,“ segir Raul Rodriguez. Raul starfaði árum saman á Íslandi sem einkaþjálfari og er vel þekktur í þeim geira. Mikill vinskapur tókst með honum og skáksnillingnum Bobby Fischer. Raul starfar nú sem einkaþjálfari í Los Angeles, á hinni þekktu Gold Gym líkamsræktarstöð, og fer vegur hans þar mjög vaxandi. En hann hugsar stöðugt til Íslands, til sona sinna tveggja og segist sakna þeirra. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi til vina sinna á Íslandi. „En á tveimur mánuðum hefur mér tekist það sem enginn annar einkaþjálfari hér hefur afrekað í sögu Gold Gym sem er að slá metið hvað varðar innkomu auk þess að vera valinn einkaþjálfari mánaðarins nú tvisvar í röð,“ segir Raul og skortir ekki metnaðinn þar á bæ. Hann segist þegar vera viðurkenndur sem meðal þeirra bestu á sínu sviði í LA en verður ekki ánægður fyrr en hann verður talinn sá besti. „Leið mín á toppinn er svipuð því og var á Íslandi. Ég byrjaði hjá Magnúsi Scheving á Aerobic Sport og endaði hjá Bjössa í World Class. Listi A-viðskipta vina minna vex og má nefna Shawn Hatosy sem leikur nú í Alpha Dogs á móti Justin Timberlake en ég er að skera hann niður fyrir hlutverk í mynd sem verið er að gera og heitir The Nobel Son. Ég er einnig að þjálfa Jeraldine Saunders sem skapaði sjónvarpsþættina Love Boat en hún er gift hinum heimsþekkta stjörnuspekingi Sydny Omar. Og þá má nefna konung rómantíkurinnar – tískumódelið Fabíó.“ Góður vinskapur hefur tekist með Rodriguez og Fabíó sem er að hugsa um að skella sér til Íslands með Raul þegar hann kemur í sumar til að heimsækja syni sína. „Hann er enginn Fischer en mjög skemmtilegur,“ segir Raul Rodriguez og nefnir að síðustu en ekki sístan af lista viðskiptavina sinna Clay Adkins sem bað Raul um að gera með sér raunveruleikasjónvarpsþátt um líkamsrækt.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira