Höfnum heræfingum á Íslandi! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 21. febrúar 2007 05:00 Það voru miklar gleðifregnir sl. haust, þegar bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði var lokað og Ísland varð á ný herlaust land eftir margra áratuga bið. Það varpaði þó skugga á þessi ánægjulegu tímamót þegar stjórnvöld kynntu áætlanir um að hér skyldu haldnar reglulegar heræfingar, jafnvel með þátttöku borgaralegra íslenskra stofnana. Til marks um þessa stefnu, var risaherskipinu USS Wasp boðið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur á haustmánuðum. Ekki er langt síðan Cheney, varaforseti Bandríkjanna, heiðraði áhöfn skipsins sérstaklega fyrir þátttöku sína í stríðinu í Írak, hernaði sem kallað hefur ólýsanlegar hörmungum yfir íröksku þjóðina og virðist síst fara dvínandi. Mikill meirihluti Íslendinga hefur frá upphafi verið andvígur stríðinu í Írak, framferði Bandaríkjastjórnar og stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar við innrásina og hernámið. Á sama hátt kæra landsmenn sig ekki um að taka á móti vígvélum þeim sem notaðar hafa verið til manndrápa í fjarlægum löndum. Herskip og orrustuþotur Bandaríkjahers eru engir aufúsugestir í íslenskum höfnum eða lofthelgi og fráleitt að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að fá slíkar óheillasendingar hingað til lands. Reynt hefur verið að klæða heræfingar þær sem haldnar hafa verið hér á landi síðustu misserin í þann búning að um borgaralegar aðgerðir sé að ræða, s.s. almannavarnir, björgunar- og löggæslustörf. Öll þessi verkefni eru þó betur komin í höndum annarra aðila, s.s. björgunarsveita, lögreglu eða slökkviliðs. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki komist að hernaður er megintilgangur herja. Hver veit nema hermennirnir sem nú drepa írakska borgara hafi einmitt æft aðferðirnar hér á landi? Brottför bandaríska hersins síðasta haust felur í sér stórkostleg tækifæri fyrir Ísland. Alltof lengi hafa íslensk stjórnvöld hangið í pilsfaldi Bandríkjastjórnar og miðað aðgerðir sínar í alþjóðamálum við það eitt að ríghalda í nokkrar orrustuþotur. Nú virðist loks komið færi á að Íslendingar móti sér sjálfstæða utanríkisstefnu. Sú stefna ætti að felast í að tala máli friðar og afvopnunar í heiminum. Heræfingar á íslensku landi geta aldrei verið hluti af þeirri framtíðarsýn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi-norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru miklar gleðifregnir sl. haust, þegar bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði var lokað og Ísland varð á ný herlaust land eftir margra áratuga bið. Það varpaði þó skugga á þessi ánægjulegu tímamót þegar stjórnvöld kynntu áætlanir um að hér skyldu haldnar reglulegar heræfingar, jafnvel með þátttöku borgaralegra íslenskra stofnana. Til marks um þessa stefnu, var risaherskipinu USS Wasp boðið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur á haustmánuðum. Ekki er langt síðan Cheney, varaforseti Bandríkjanna, heiðraði áhöfn skipsins sérstaklega fyrir þátttöku sína í stríðinu í Írak, hernaði sem kallað hefur ólýsanlegar hörmungum yfir íröksku þjóðina og virðist síst fara dvínandi. Mikill meirihluti Íslendinga hefur frá upphafi verið andvígur stríðinu í Írak, framferði Bandaríkjastjórnar og stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar við innrásina og hernámið. Á sama hátt kæra landsmenn sig ekki um að taka á móti vígvélum þeim sem notaðar hafa verið til manndrápa í fjarlægum löndum. Herskip og orrustuþotur Bandaríkjahers eru engir aufúsugestir í íslenskum höfnum eða lofthelgi og fráleitt að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að fá slíkar óheillasendingar hingað til lands. Reynt hefur verið að klæða heræfingar þær sem haldnar hafa verið hér á landi síðustu misserin í þann búning að um borgaralegar aðgerðir sé að ræða, s.s. almannavarnir, björgunar- og löggæslustörf. Öll þessi verkefni eru þó betur komin í höndum annarra aðila, s.s. björgunarsveita, lögreglu eða slökkviliðs. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki komist að hernaður er megintilgangur herja. Hver veit nema hermennirnir sem nú drepa írakska borgara hafi einmitt æft aðferðirnar hér á landi? Brottför bandaríska hersins síðasta haust felur í sér stórkostleg tækifæri fyrir Ísland. Alltof lengi hafa íslensk stjórnvöld hangið í pilsfaldi Bandríkjastjórnar og miðað aðgerðir sínar í alþjóðamálum við það eitt að ríghalda í nokkrar orrustuþotur. Nú virðist loks komið færi á að Íslendingar móti sér sjálfstæða utanríkisstefnu. Sú stefna ætti að felast í að tala máli friðar og afvopnunar í heiminum. Heræfingar á íslensku landi geta aldrei verið hluti af þeirri framtíðarsýn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi-norður.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun