Óumflýjanleg uppgjör á bar 21. febrúar 2007 06:15 Margir íslenskir leikhúsgestir kannast við leikritið Bar par enda hefur það í tvígang verið sýnt við fádæma undirtektir hér á landi. Nú á föstudaginn gefst enn á ný kostur á að kynnast fjölskrúðugu persónugalleríi Jims Cartwright en þá verður ný uppfærsla gamanleiksins frumsýnd á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Sögusvið verksins er ónefndur bar sem er frægur fyrir að „koma fólki úr eða í pör" . Áhorfendur upplifa eina kvöldstund í lífi hjónanna sem eiga og reka staðinn en einnig kemur við sögu fjöldi gesta á öllum aldri. Hjónin virðast upp á kant hvort við annað - hún daðrar skammlaust við alla gestina og drekkur út gróðann á meðan hann reynir að hafa stjórn á hlutunum. Skrautlegir og óvæntir gestir setja strik í reikninginn og hafa mikil áhrif á þau hjónin. Þegar kemur að lokun bresta allar stíflur með óumflýjanlegu uppgjöri hjónanna á skuggalegum harmleik fortíðarinnar. Öll hlutverkin fjórtán eru leikin af kamelljónunum Steini Ármanni Magnússyni og Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur en þau eru með vinsælustu gamanleikurum þjóðarinnar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þau leika saman á sviði en saman hafa þau tekið þátt í gamanþáttunum Stelpunum á Stöð 2. Leikritið Bar par sló fyrst í gegn hérlendis fyrir tæpum fimmtán árum hjá Leikfélagi Akureyrar. Stuttu síðar sýndu Guðmundur Ólafsson og Saga Jónsdóttir verkið í kjallara Borgarleikhússins og gekk það þar um langa hríð og var einnig ferðast með sýninguna um landið. Aðstandendur sýningarinnar nú, auk leikaranna tveggja, eru Vignir Jóhannsson leikmyndahönnuður og María Ólafsdóttir búningahönnuður. Leikstjóri er Gunnar I. Gunnsteinsson en framleiðendur eru Jóhann Sigurðarson og Hilmir Snær Guðnason. Mikið er lagt upp úr því að skapa huggulega stemningu í gamla Sigtúni og munu gestir geta setið til borðs og sopið veigar sínar meðan á sýningunni stendur. Frumsýnt verður næstkomandi föstudag kl. 20. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Margir íslenskir leikhúsgestir kannast við leikritið Bar par enda hefur það í tvígang verið sýnt við fádæma undirtektir hér á landi. Nú á föstudaginn gefst enn á ný kostur á að kynnast fjölskrúðugu persónugalleríi Jims Cartwright en þá verður ný uppfærsla gamanleiksins frumsýnd á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Sögusvið verksins er ónefndur bar sem er frægur fyrir að „koma fólki úr eða í pör" . Áhorfendur upplifa eina kvöldstund í lífi hjónanna sem eiga og reka staðinn en einnig kemur við sögu fjöldi gesta á öllum aldri. Hjónin virðast upp á kant hvort við annað - hún daðrar skammlaust við alla gestina og drekkur út gróðann á meðan hann reynir að hafa stjórn á hlutunum. Skrautlegir og óvæntir gestir setja strik í reikninginn og hafa mikil áhrif á þau hjónin. Þegar kemur að lokun bresta allar stíflur með óumflýjanlegu uppgjöri hjónanna á skuggalegum harmleik fortíðarinnar. Öll hlutverkin fjórtán eru leikin af kamelljónunum Steini Ármanni Magnússyni og Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur en þau eru með vinsælustu gamanleikurum þjóðarinnar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þau leika saman á sviði en saman hafa þau tekið þátt í gamanþáttunum Stelpunum á Stöð 2. Leikritið Bar par sló fyrst í gegn hérlendis fyrir tæpum fimmtán árum hjá Leikfélagi Akureyrar. Stuttu síðar sýndu Guðmundur Ólafsson og Saga Jónsdóttir verkið í kjallara Borgarleikhússins og gekk það þar um langa hríð og var einnig ferðast með sýninguna um landið. Aðstandendur sýningarinnar nú, auk leikaranna tveggja, eru Vignir Jóhannsson leikmyndahönnuður og María Ólafsdóttir búningahönnuður. Leikstjóri er Gunnar I. Gunnsteinsson en framleiðendur eru Jóhann Sigurðarson og Hilmir Snær Guðnason. Mikið er lagt upp úr því að skapa huggulega stemningu í gamla Sigtúni og munu gestir geta setið til borðs og sopið veigar sínar meðan á sýningunni stendur. Frumsýnt verður næstkomandi föstudag kl. 20.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira