Leikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Martin Scorsese ætlar að leikstýra sjónvarpsmynd um borgina Atlantic City í New Jersey, sem er þekkt fyrir skemmtanaiðnað sinn og fjárhættuspil. Gerðist mynd Scorsese, The Color of Money, einmitt í sömu borg.
Með aðalhlutverk í myndinni fer Mark Wahlberg, sem lék einnig í Óskarverðlaunamynd Scorsese, The Departed. Var hann tilnefndur sem besti leikarinn í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í henni.