Music and Lyrics - tvær stjörnur 13. mars 2007 00:01 Fyrirsjáanleg sunnudagsvídeómynd. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja af hverju Hugh Grant nennir að gera bíómyndir. Hann leikur jú ávallt sömu persónuna, taugaveiklaðan, vandræðalegan en hnyttinn Breta sem lendir í ástarævintýri með konu sem er fjórtánhundruð sinnum fallegri en hann sjálfur. Hugh Grant er ekki góður leikari og þetta virkaði síðast hjá honum fyrir áratug síðan en hann gefst ekki upp. Meðleikkona hans í Music and Lyrics, Drew Barrymore, er líka sjóuð í rómantískum gamanmyndum og ágætlega fyndin ennþá. Í kringum þetta óvænta par, útbrunna poppstjörnu og unga konu með munnræpu og rithöfundadrauma, er líka slatti af kunnuglegum andlitum frá Hollywood. Þar er líka eitt nýstirnið til, leikkonan Haley Bennet sem stendur sig vel í rullu ljóshærðu poppgyðjunnar og dillibossans Coru Corman. Söguþráðurinn er álíka fyrirsjáanlegur og síðustu forsetakosningar en umhverfi myndarinnar er harður og yfirborðslegur tónlistar- og afþreyingarbransi sem mátulega mikið grín er gert að. Svo eru eðlilega tónlistaratriði í myndinni þar sem upprunalegt markmið skötuhjúanna er að semja frábært popplag um ástina. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta ósköp sæt og metnaðarlítil mynd með afar klassískan boðskap um að maður eigi bara að vera maður sjálfur og fylgja hjartanu því þá verði maður hamingjusamur og frægur. Leikararnir gera hvað þeir geta úr rislitlu handriti, hr. Grant meira að segja syngur og dansar – sem kannski var helsta ögrunin þetta árið? Senurnar eru ekkert augnayndi né eftirminnilegar, þetta er til dæmis ekki týpísk New York-mynd þótt hún eigi að gerast þar. Það má alveg flissa yfir þessu en þá myndi ég frekar gera það eitthvert þynnkulegt og drýldið síðdegi í sófanum heima. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja af hverju Hugh Grant nennir að gera bíómyndir. Hann leikur jú ávallt sömu persónuna, taugaveiklaðan, vandræðalegan en hnyttinn Breta sem lendir í ástarævintýri með konu sem er fjórtánhundruð sinnum fallegri en hann sjálfur. Hugh Grant er ekki góður leikari og þetta virkaði síðast hjá honum fyrir áratug síðan en hann gefst ekki upp. Meðleikkona hans í Music and Lyrics, Drew Barrymore, er líka sjóuð í rómantískum gamanmyndum og ágætlega fyndin ennþá. Í kringum þetta óvænta par, útbrunna poppstjörnu og unga konu með munnræpu og rithöfundadrauma, er líka slatti af kunnuglegum andlitum frá Hollywood. Þar er líka eitt nýstirnið til, leikkonan Haley Bennet sem stendur sig vel í rullu ljóshærðu poppgyðjunnar og dillibossans Coru Corman. Söguþráðurinn er álíka fyrirsjáanlegur og síðustu forsetakosningar en umhverfi myndarinnar er harður og yfirborðslegur tónlistar- og afþreyingarbransi sem mátulega mikið grín er gert að. Svo eru eðlilega tónlistaratriði í myndinni þar sem upprunalegt markmið skötuhjúanna er að semja frábært popplag um ástina. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta ósköp sæt og metnaðarlítil mynd með afar klassískan boðskap um að maður eigi bara að vera maður sjálfur og fylgja hjartanu því þá verði maður hamingjusamur og frægur. Leikararnir gera hvað þeir geta úr rislitlu handriti, hr. Grant meira að segja syngur og dansar – sem kannski var helsta ögrunin þetta árið? Senurnar eru ekkert augnayndi né eftirminnilegar, þetta er til dæmis ekki týpísk New York-mynd þótt hún eigi að gerast þar. Það má alveg flissa yfir þessu en þá myndi ég frekar gera það eitthvert þynnkulegt og drýldið síðdegi í sófanum heima. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira