Píkusögur í öllum fjórðungum 15. mars 2007 08:00 Ólöf Arnalds V-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í sjötta skipti hér á landi 15.-18. mars. Að þessu sinni verður dagskrá í tilefni dagsins í hverjum landsfjórðungi en á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Selfossi munu athafnakonur á hverjum stað taka þátt í flutningi á leikriti Eve Ensler, Píkusögum. Bæjarstjórar, forsetar bæjarstjórnar og prestur verða meðal þátttakenda ásamt þjóðþekktum leikkonum í dagskránni en aukinheldur munu tónlistarkonurnar Lay Low, Ragnhildur Gísladóttir og Ólöf Arnalds koma fram á V-deginum og deila með sér uppákomunum fjórum. Í kvöld verður dagskrá í Samkomuhúsinu á Akureyri þar sem bæjarstjórinn Sigrún Björk Jakobsdóttir kemur fram ásamt leikkonunum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur og Sunnu Borg og sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur, sóknarpresti á Möðruvöllum. Á Egilsstöðum á föstudag stígur Ilmur Kristjánsdóttir á svið ásamt stöllu sinni Mörtu Nordal en þeim til fulltingis verður Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, og Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Sigrún Björk Jakobsdóttir Soffía Vagnsdóttir og Birna Lárusdóttir, forsetar bæjarstjórnar Bolungarvíkur og Ísafjarðar, láta ekki sitt eftir liggja og flytja Píkusögur í Félagsheimilinu á Hnífsdal ásamt leikkonunum Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur á laugardagskvöld. Dagskránni lýkur svo á Hótel Selfossi á sunnudagskvöld þar sem Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir koma fram ásamt Ragnheiði Hergeirsdóttur, bæjarstjóra Árborgar, og Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur stjórnmálafræðinema. V-dagurinn er haldinn af samnefndum samtökum víðs vegar í heiminum. Samtökin voru stofnuð árið 1998 en markmið þeirra er að binda endi á ofbeldi gegn konum. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
V-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í sjötta skipti hér á landi 15.-18. mars. Að þessu sinni verður dagskrá í tilefni dagsins í hverjum landsfjórðungi en á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Selfossi munu athafnakonur á hverjum stað taka þátt í flutningi á leikriti Eve Ensler, Píkusögum. Bæjarstjórar, forsetar bæjarstjórnar og prestur verða meðal þátttakenda ásamt þjóðþekktum leikkonum í dagskránni en aukinheldur munu tónlistarkonurnar Lay Low, Ragnhildur Gísladóttir og Ólöf Arnalds koma fram á V-deginum og deila með sér uppákomunum fjórum. Í kvöld verður dagskrá í Samkomuhúsinu á Akureyri þar sem bæjarstjórinn Sigrún Björk Jakobsdóttir kemur fram ásamt leikkonunum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur og Sunnu Borg og sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur, sóknarpresti á Möðruvöllum. Á Egilsstöðum á föstudag stígur Ilmur Kristjánsdóttir á svið ásamt stöllu sinni Mörtu Nordal en þeim til fulltingis verður Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, og Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Sigrún Björk Jakobsdóttir Soffía Vagnsdóttir og Birna Lárusdóttir, forsetar bæjarstjórnar Bolungarvíkur og Ísafjarðar, láta ekki sitt eftir liggja og flytja Píkusögur í Félagsheimilinu á Hnífsdal ásamt leikkonunum Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur á laugardagskvöld. Dagskránni lýkur svo á Hótel Selfossi á sunnudagskvöld þar sem Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir koma fram ásamt Ragnheiði Hergeirsdóttur, bæjarstjóra Árborgar, og Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur stjórnmálafræðinema. V-dagurinn er haldinn af samnefndum samtökum víðs vegar í heiminum. Samtökin voru stofnuð árið 1998 en markmið þeirra er að binda endi á ofbeldi gegn konum.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira