Fallni forstjórinn dæmdur fyrir svik 21. mars 2007 00:01 Fallni forstjórinn Takafumi Horie er hann kom til héraðsdómsins í Tókýó í Japan í gær, MYND/AFP Takafumi Horie, stofnandi og fyrrverandi forstjóri japanska netfyrirtækisins Live-door, hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir umfangsmikil bókhaldssvik í Japan á föstudag. Réttarhöld í máli hans hafa staðið yfir í hálft ár en ríkissaksóknari fór fram á fjögurra ára dóm. Dóminum var áfrýjað um helgina og hefur Horie verið látinn laus gegn tryggingu upp á jafnvirði tæpra 289 milljóna króna. Mál Hories komst í hámæli í byrjun síðasta árs þegar upp komst að fjármálayfirvöld væru með Livedoor til rannsóknar vegna bókhaldssvika. Fjölmargir fjárfestar losuðu sig við bréf sín í félaginu á skömmum tíma með þeim afleiðingum að mikið álag varð á kauphöllina í Tókýó sem réð ekki við viðskiptin og var afráðið að loka henni fyrr en venjulega. Á meðal þess sem Horie var dæmdur fyrir var að falsa afkomutölur til að láta sem fyrirtækið, sem var mikið að vöxtum, hefði skilað hagnaði að jafnvirði 2,9 milljarða króna þegar raunin var sú að tapreksturinn nam jafnvirði 178 milljónum króna. Dómari í málinu segir Horie hafa stofnað fjölmarga sjóði með það fyrir augum að blekkja hluthafa Livedoor. Horie hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og sagði síðast í sjónvarpsviðtali um helgina að sök hafi verið komið á sig. Héðan og þaðan Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Takafumi Horie, stofnandi og fyrrverandi forstjóri japanska netfyrirtækisins Live-door, hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir umfangsmikil bókhaldssvik í Japan á föstudag. Réttarhöld í máli hans hafa staðið yfir í hálft ár en ríkissaksóknari fór fram á fjögurra ára dóm. Dóminum var áfrýjað um helgina og hefur Horie verið látinn laus gegn tryggingu upp á jafnvirði tæpra 289 milljóna króna. Mál Hories komst í hámæli í byrjun síðasta árs þegar upp komst að fjármálayfirvöld væru með Livedoor til rannsóknar vegna bókhaldssvika. Fjölmargir fjárfestar losuðu sig við bréf sín í félaginu á skömmum tíma með þeim afleiðingum að mikið álag varð á kauphöllina í Tókýó sem réð ekki við viðskiptin og var afráðið að loka henni fyrr en venjulega. Á meðal þess sem Horie var dæmdur fyrir var að falsa afkomutölur til að láta sem fyrirtækið, sem var mikið að vöxtum, hefði skilað hagnaði að jafnvirði 2,9 milljarða króna þegar raunin var sú að tapreksturinn nam jafnvirði 178 milljónum króna. Dómari í málinu segir Horie hafa stofnað fjölmarga sjóði með það fyrir augum að blekkja hluthafa Livedoor. Horie hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og sagði síðast í sjónvarpsviðtali um helgina að sök hafi verið komið á sig.
Héðan og þaðan Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira