Viðskipti innlent

Baugur kaupir í Daybreak

Ari Edwald forstjóri 365. 365 hf. hefur selt Baugi Group hf. sautján prósent af atkvæðabæru hlutafé í Daybreak Holdco Limited.
Ari Edwald forstjóri 365. 365 hf. hefur selt Baugi Group hf. sautján prósent af atkvæðabæru hlutafé í Daybreak Holdco Limited.

365 hf. hefur selt Baugi Group hf. sautján prósent af atkvæðabæru hlutafé í Daybreak Holdco Limited, móðurfélagi Wyndeham Press Group Limited. Fyrir átti 365 36 prósent af atkvæðabæru hlutafé.

Í fréttatilkynningu kemur fram að bókfært verð hlutafjár í Daybreak í bókum 365, miðað við gengi dagsins, er um 1,2 milljarðar íslenskra króna.

Söluverð hlutafjárins er 9,1 milljón punda, sem jafngildir 1,2 milljörðum króna. Þar af eru 1,9 milljónir punda greiddar með peningum. Greiðsla eftirstöðva upp á 7,2 milljónir punda verður þannig að af þeim arði fara 79 prósent til 365 hf. en 21 prósent til Baugs, ásamt söluverðmætunum sem Baugur fær af bréfunum.

Salan er í samræmi við stefnu 365 að minnka fjárbindingu í hlutdeildarfélögum og draga úr sveiflum í rekstri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×