Menning

Dóttir vísar veginn

Jóns Engilberts
Jóns Engilberts

Í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg standa nú yfir yfirlitssýningar á verkum Jóns Engilberts og Jóhanns Briem. Í dag kl. 14 leiðir dóttir þess fyrrnefnda, Greta Engilberts, gesti safnsins um sýningu föður síns og ræðir um verk hans og lífshlaup.

Í tengslum við sýningarnar eru gefnar út bækur um listamennina. Í bók um Jóhann Briem skrifar dr. Halldór Björn Runólfsson safnstjóri Listasafns Íslands en í bók um Jón Engilberts skrifar Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur grein um Jón. Báðar bækurnar eru prýddar fjölda litmynda af verkum eftir listamennina. Sýningarnar standa til 29. apríl en aðgangur að Listasafni Íslands er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×