Af innrásum og útrásum 27. mars 2007 09:45 Viðar Eggertsson, formaður leiklistarsambands Íslands „Það er gaman að Alþjóðaleiklistardaginn beri upp í marsmánuði því hann hefur löngum verið öflugur leikhúsmánuður hér á landi. Nú um helgina voru yfir tuttugu verk á fjölunum hjá atvinnuleikhúsum landsins.“ MYND/Heiða Leiklistarsamband Íslands er regnhlífasamtök sviðs-listafólks sem í dag fagnar Alþjóðaleiklistardeginum. Viðar Eggertsson er formaður sambandsins en hann útskýrir að félagar þar innanborðs skipti þúsundum enda starfi margir að sviðslistum hér á landi, hvort heldur áhugamenn eða fagfólk. Undanfarna daga hafa bæði atvinnuleikhús og leikhópar víða um land staðið fyrir dagskrá í tilefni þessa dags en í kvöld gengst Leiklistarsambandið fyrir leiklistarþingi í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem leikhúsfólki gefst kærkomið tækifæri til þess að staldra við, skoða stöðuna og horfa til framtíðar að sögn Viðars. Yfirskrift kvöldsins er „Innrás/útrás“ en Viðar útskýrir að bæði sé íslenskt leikhúsfólk sífellt að drekka í sig áhrif annars staðar frá og flytja í auknum mæli út sína eigin þekkingu og sköpun. „Fjarlægðirnar hafa minnkað og það er auðveldara fyrir okkur, þessa eyþjóð, og okkar listamenn að sækja til annarra og læra af þeim. Það verður sífellt auðveldara að stækka okkar svæði og sýna öðrum hvað við kunnum og getum.“ Þingið býður fjórum gestum í pontu, þar af tveimur erlendum gestum, Richard Gough, sem er í forsvari fyrir sviðslistamiðstöðina í Aberystwyth í Wales og mun ræða um mikilvægi þess að upplifa ólíka menningarheima en Elena Krüskemper, sem lengi hefur starfað sem listrænn stjórnandi leiklistarhátíðarinnar í Bonn, mun í erindi sínu fjalla um starf sitt og leit að áhugaverðu sviðslistafólki. Krüskemper hefur verið ráðinn sem listrænn stjórnandi fyrstu alþjóðlegu leiklistarhátíðarinnar hér á landi sem haldin verður að ári en aukinheldur vinnur þverfagleg þriggja manna nefnd að skipulagningu hennar. Reynsla Íslendinga af listrænni útrás verður einnig til umræðu á þinginu en þar ræðir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, um starf hans á erlendri grund og leikarinn Ingvar E. Sigurðsson, sem starfað hefur með leikhópnum Vesturporti og haslað sér völl erlendis sem bæði sviðs- og kvikmyndaleikari, fjallar um sína reynslu og kallar erindi sitt „Að mont-rassast í útlöndum“. Leiklistarsambandið horfir sífellt lengra því Viðar bendir á að í bígerð sé stofnun sviðslistamiðstöðvar þar sem faglega verður unnið að framgangi íslenskra sviðs-lista erlendis. „Það hefur verið keppikefli okkar að koma slíkri miðstöð á laggirnar hið fyrsta en nú stendur sú vinna yfir í menntamálaráðuneytinu og við gerum okkur vonir um að hún komist á laggirnar fyrir lok næsta árs.“ Þingið er öllum opið og hefst kl. 19 í kvöld. Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Leiklistarsamband Íslands er regnhlífasamtök sviðs-listafólks sem í dag fagnar Alþjóðaleiklistardeginum. Viðar Eggertsson er formaður sambandsins en hann útskýrir að félagar þar innanborðs skipti þúsundum enda starfi margir að sviðslistum hér á landi, hvort heldur áhugamenn eða fagfólk. Undanfarna daga hafa bæði atvinnuleikhús og leikhópar víða um land staðið fyrir dagskrá í tilefni þessa dags en í kvöld gengst Leiklistarsambandið fyrir leiklistarþingi í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem leikhúsfólki gefst kærkomið tækifæri til þess að staldra við, skoða stöðuna og horfa til framtíðar að sögn Viðars. Yfirskrift kvöldsins er „Innrás/útrás“ en Viðar útskýrir að bæði sé íslenskt leikhúsfólk sífellt að drekka í sig áhrif annars staðar frá og flytja í auknum mæli út sína eigin þekkingu og sköpun. „Fjarlægðirnar hafa minnkað og það er auðveldara fyrir okkur, þessa eyþjóð, og okkar listamenn að sækja til annarra og læra af þeim. Það verður sífellt auðveldara að stækka okkar svæði og sýna öðrum hvað við kunnum og getum.“ Þingið býður fjórum gestum í pontu, þar af tveimur erlendum gestum, Richard Gough, sem er í forsvari fyrir sviðslistamiðstöðina í Aberystwyth í Wales og mun ræða um mikilvægi þess að upplifa ólíka menningarheima en Elena Krüskemper, sem lengi hefur starfað sem listrænn stjórnandi leiklistarhátíðarinnar í Bonn, mun í erindi sínu fjalla um starf sitt og leit að áhugaverðu sviðslistafólki. Krüskemper hefur verið ráðinn sem listrænn stjórnandi fyrstu alþjóðlegu leiklistarhátíðarinnar hér á landi sem haldin verður að ári en aukinheldur vinnur þverfagleg þriggja manna nefnd að skipulagningu hennar. Reynsla Íslendinga af listrænni útrás verður einnig til umræðu á þinginu en þar ræðir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, um starf hans á erlendri grund og leikarinn Ingvar E. Sigurðsson, sem starfað hefur með leikhópnum Vesturporti og haslað sér völl erlendis sem bæði sviðs- og kvikmyndaleikari, fjallar um sína reynslu og kallar erindi sitt „Að mont-rassast í útlöndum“. Leiklistarsambandið horfir sífellt lengra því Viðar bendir á að í bígerð sé stofnun sviðslistamiðstöðvar þar sem faglega verður unnið að framgangi íslenskra sviðs-lista erlendis. „Það hefur verið keppikefli okkar að koma slíkri miðstöð á laggirnar hið fyrsta en nú stendur sú vinna yfir í menntamálaráðuneytinu og við gerum okkur vonir um að hún komist á laggirnar fyrir lok næsta árs.“ Þingið er öllum opið og hefst kl. 19 í kvöld.
Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira