Stórhátíð í bíóhúsum 5. apríl 2007 10:30 Mr. Bean vinnur ferð til Suður-Frakklands þegar kvikmyndahátíðin í Cannes stendur sem hæst. Páskarnir eru á góðri leið með að verða stórhátíð fyrir kvikmyndahúsagesti. Og á því verður engin breyting að þessu sinni því alls verða fjórar kvikmyndir frumsýndar fyrir páska. Sambíóin taka til sýninga nýjustu kvikmyndina um Mr. Bean. Þetta hugarfóstur breska leikarans Rowans Atkinson hefur áður birst á hvíta tjaldinu en hann hefur skemmt sjónvarpsáhorfendum um allan heim með barnslegri og umfram allt klaufalegri einlægni sinni. Að þessu sinni heldur Mr. Bean til Cannes í frí sem hann vann hjá kirkjusöfnuði sínum og svo skemmtilega vill til að kvikmyndahátíðin fræga stendur akkúrat yfir á þessum tíma. Og varla þarf að taka fram að Mr. Bean setur sinn svip á hátíðina. Auk Atkinsons fer Willem Dafoe með eitt aðalhlutverkanna. Sambíóin taka einnig til sýninga hina kolsvörtu kómedíu Because I Said So sem skartar hinni síungu Diane Keaton í aðalhlutverki. Keaton leikur Daphne Wilder, sem hefur komið þremur dætrum sínum til manns. En það sem hún veit ekki er að afkvæmin eru orðin langþreytt á afskiptasemi móðurinnar. Með önnur helstu hlutverk fara þau Piper Perabo og Tom Everett Scott. Páskamyndin fyrir börnin er síðan teiknimyndin Úti er ævintýri en hún er gerð af sömu aðilum og færðu heimsbyggðinni græna skrýmslið Skrekk. Að þessu sinni hefur ævintýrið um Öskubusku verið fært í stílinn. Töframaðurinn sem ræður ríkjum í Ævintýraveröldinni er farinn í langþráð frí og nýtir stjúpmamman illa sér tækifærið og rænir völdum og íbúarnir, með Öskubusku fremsta í flokki, ákveða að ráðast gegn kvalara sínum. Að endingu er vert að minnast á stórmyndina Sunshine sem heimsfrumsýnd verður í Regnboganum og Smárabíói. Þetta er nýjasta mynd leikstjórans Dannys Boyle sem skaust upp á stjörnuhimininn með kvikmyndinni Trainspotting. Að þessu sinni veltir leikstjórinn fyrir sér hvað myndi gerast ef sjálf sólin myndi brenna upp. Myndin gerist árið 2057 en þá er hópur vísindamanna sendur út í geim til að koma í veg fyrir að sólin brenni upp. Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Páskarnir eru á góðri leið með að verða stórhátíð fyrir kvikmyndahúsagesti. Og á því verður engin breyting að þessu sinni því alls verða fjórar kvikmyndir frumsýndar fyrir páska. Sambíóin taka til sýninga nýjustu kvikmyndina um Mr. Bean. Þetta hugarfóstur breska leikarans Rowans Atkinson hefur áður birst á hvíta tjaldinu en hann hefur skemmt sjónvarpsáhorfendum um allan heim með barnslegri og umfram allt klaufalegri einlægni sinni. Að þessu sinni heldur Mr. Bean til Cannes í frí sem hann vann hjá kirkjusöfnuði sínum og svo skemmtilega vill til að kvikmyndahátíðin fræga stendur akkúrat yfir á þessum tíma. Og varla þarf að taka fram að Mr. Bean setur sinn svip á hátíðina. Auk Atkinsons fer Willem Dafoe með eitt aðalhlutverkanna. Sambíóin taka einnig til sýninga hina kolsvörtu kómedíu Because I Said So sem skartar hinni síungu Diane Keaton í aðalhlutverki. Keaton leikur Daphne Wilder, sem hefur komið þremur dætrum sínum til manns. En það sem hún veit ekki er að afkvæmin eru orðin langþreytt á afskiptasemi móðurinnar. Með önnur helstu hlutverk fara þau Piper Perabo og Tom Everett Scott. Páskamyndin fyrir börnin er síðan teiknimyndin Úti er ævintýri en hún er gerð af sömu aðilum og færðu heimsbyggðinni græna skrýmslið Skrekk. Að þessu sinni hefur ævintýrið um Öskubusku verið fært í stílinn. Töframaðurinn sem ræður ríkjum í Ævintýraveröldinni er farinn í langþráð frí og nýtir stjúpmamman illa sér tækifærið og rænir völdum og íbúarnir, með Öskubusku fremsta í flokki, ákveða að ráðast gegn kvalara sínum. Að endingu er vert að minnast á stórmyndina Sunshine sem heimsfrumsýnd verður í Regnboganum og Smárabíói. Þetta er nýjasta mynd leikstjórans Dannys Boyle sem skaust upp á stjörnuhimininn með kvikmyndinni Trainspotting. Að þessu sinni veltir leikstjórinn fyrir sér hvað myndi gerast ef sjálf sólin myndi brenna upp. Myndin gerist árið 2057 en þá er hópur vísindamanna sendur út í geim til að koma í veg fyrir að sólin brenni upp.
Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira