Prófaður í hlutverk í næstu Harry Potter-mynd 17. apríl 2007 07:00 Íslenskur Voldemort? Leikarinn Jón Páll Eyjólfsson þykir koma til greina í hlutverk í sjöttu myndinni um Harry Potter. Hann var boðaður í prufur í gegnum félaga sinn frá námsárunum í London. MYND/Vilhelm "Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi en er vissulega spennandi og magnað ef af verður," segir Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann fór í prufur fyrir næstu Harry Potter-mynd. Um er að ræða Harry Potter og Blendingsprinsinn " sjöttu kvikmyndina um ævintýri galdramannsins unga sem kemur fyrir sjónir almennings á næsta ári. Jón Páll segir að hann megi ekkert tjá sig um hlutverkið sem hann var prófaður í né myndina sjálfa. Honum gekk þó það vel í prufunum að hann var boðaður í næstu umferð. Það ætti að skýrast í maí hvort Jón Páll leiki í næstu Harry Potter-mynd. "Ég er búinn að fara og hitta aðilana sem standa að þessari mynd og lesa úr handritinu. Á þessu stigi fær maður bara að sjá búta úr handritinu og það hvílir mikil leynd yfir þessu öllu saman," segir hann. Þó ekkert fáist staðfest þess efnis telja Harry Potter-aðdáendur sem Fréttablaðið ræddi við ekki ósennilegt að umrætt hlutverk sé sjálfur Voldemort á yngri árum.Harry POtter Galdrastrákurinn og vinir hans gætu þurft að etja kappi við Íslending á næstunni.Jón Páll lærði á sínum tíma í East 15 úti í London. Á námsárunum kynntist hann Steven Kloves sem er handritshöfundur kvikmyndarinnar. Þeir hafa síðan verið í lauslegu sambandi og það var Kloves sem stakk upp á Jóni Páli fyrir myndina. Næsta verkefni Jóns Páls átti að vera að leikstýra Partílandi, leikverki Jóns Atla Jónassonar, sem verður lokaatriðið á Listahátíð í Reykjavík hinn 26. maí. Möguleikinn á hlutverki í Harry Potter setur þó strik í reikninginn enda er Jón Páll boðaður út til London þegar æfingar ættu að standa sem hæst. "Já, þetta stefnir í voða og það getur verið að sýningin þurfi að frestast eða ég verði að gefa hana frá mér," segir Jón Páll. "Það er alla vega klárt að ef ég fæ þetta hlutverk er framundan gríðarlegur undirbúningur fyrir myndina, mikil handritavinna og önnur vinna með leikurunum." Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
"Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi en er vissulega spennandi og magnað ef af verður," segir Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann fór í prufur fyrir næstu Harry Potter-mynd. Um er að ræða Harry Potter og Blendingsprinsinn " sjöttu kvikmyndina um ævintýri galdramannsins unga sem kemur fyrir sjónir almennings á næsta ári. Jón Páll segir að hann megi ekkert tjá sig um hlutverkið sem hann var prófaður í né myndina sjálfa. Honum gekk þó það vel í prufunum að hann var boðaður í næstu umferð. Það ætti að skýrast í maí hvort Jón Páll leiki í næstu Harry Potter-mynd. "Ég er búinn að fara og hitta aðilana sem standa að þessari mynd og lesa úr handritinu. Á þessu stigi fær maður bara að sjá búta úr handritinu og það hvílir mikil leynd yfir þessu öllu saman," segir hann. Þó ekkert fáist staðfest þess efnis telja Harry Potter-aðdáendur sem Fréttablaðið ræddi við ekki ósennilegt að umrætt hlutverk sé sjálfur Voldemort á yngri árum.Harry POtter Galdrastrákurinn og vinir hans gætu þurft að etja kappi við Íslending á næstunni.Jón Páll lærði á sínum tíma í East 15 úti í London. Á námsárunum kynntist hann Steven Kloves sem er handritshöfundur kvikmyndarinnar. Þeir hafa síðan verið í lauslegu sambandi og það var Kloves sem stakk upp á Jóni Páli fyrir myndina. Næsta verkefni Jóns Páls átti að vera að leikstýra Partílandi, leikverki Jóns Atla Jónassonar, sem verður lokaatriðið á Listahátíð í Reykjavík hinn 26. maí. Möguleikinn á hlutverki í Harry Potter setur þó strik í reikninginn enda er Jón Páll boðaður út til London þegar æfingar ættu að standa sem hæst. "Já, þetta stefnir í voða og það getur verið að sýningin þurfi að frestast eða ég verði að gefa hana frá mér," segir Jón Páll. "Það er alla vega klárt að ef ég fæ þetta hlutverk er framundan gríðarlegur undirbúningur fyrir myndina, mikil handritavinna og önnur vinna með leikurunum."
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira