Skandinavíska fyrirmyndin Jón Sigurðsson skrifar 24. apríl 2007 05:30 Stjórnarandstæðingar tala mikið um „skandinavísku fyrirmyndina“. Víst er um það að Íslendingar telja samfélög Norðurlandaþjóðanna að flestu leyti til fyrirmyndar um velmegun, jöfnuð, menningu og almenna hagsæld. Það er aftur á móti ekki þar með sagt að Íslendingar telji skandinavísk samfélög að öllu leyti til eftirbreytni, og má nefna ýmis atriði í því sambandi. Danir og Svíar bera þyngstu skattbyrði allra þjóða. Persónulegir skattar í Danmörku geta náð upp í 59% og Svíar eru heimsmeistarar – með öfugu forteikni – með skatta sem geta náð upp í 60%. Skattar á atvinnurekstur eru líka miklu hærri í þessum löndum en á Íslandi á síðustu árum. Ríkisstjórn Íslands hefur einmitt náð glæsilegum árangri með miklum lækkunum á skattbyrðum atvinnulífsins um leið og tekjur ríkissjóðs af sköttum atvinnufyrirtækja hafa hækkað og aukist geysilega. Sama máli gegnir um fjármagnstekjuskatt í Skandinavíu, að hann er miklu hærri en á Íslandi. Á því leikur ekki vafi að ef sú stefna stjórnarandstæðinga nær fram að ganga að laga Ísland eftir þessum skandinavísku fyrirmyndum, þá mun það valda miklu uppnámi í viðskiptalífinu og hrekja bæði fyrirtæki og hátekjufólk úr landi. Þetta er sjálfsagt það sem vakir m.a. fyrir Ögmundi Jónassyni alþingismanni þegar hann sagði að það væri mikilvægara að halda „jöfnuði“ hér heldur en að halda fjármálafyrirtækjunum á Íslandi. Hann vill jafna niður á við í samfélagi með afturför og tekjuminnkun, í stað þess að halda áfram að byggja á þeim glæsilega árangri sem stefna ríkisstjórnarinnar hefur náð. Stjórnarandstæðingar virðast þannig vilja stefna að þeirri öfugsnúnu „útrás“ sem að hluta hefur einkennt skandinavísku löndin. Fleiri atriði má nefna sem Íslendingar munu varla sækjast eftir úr hinni skandinavísku fyrirmynd. Má þar nefna ýmsar reglur sem vinna gegn sveigjanleika á vinnumarkaði og valda því m.a. að atvinnuleysi hefur verið landlægt þar, eða um þrisvar sinnum meira en Íslendingar hafa vanist síðan framsóknarmenn komust til valda hér á landi fyrir tólf árum. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Stjórnarandstæðingar tala mikið um „skandinavísku fyrirmyndina“. Víst er um það að Íslendingar telja samfélög Norðurlandaþjóðanna að flestu leyti til fyrirmyndar um velmegun, jöfnuð, menningu og almenna hagsæld. Það er aftur á móti ekki þar með sagt að Íslendingar telji skandinavísk samfélög að öllu leyti til eftirbreytni, og má nefna ýmis atriði í því sambandi. Danir og Svíar bera þyngstu skattbyrði allra þjóða. Persónulegir skattar í Danmörku geta náð upp í 59% og Svíar eru heimsmeistarar – með öfugu forteikni – með skatta sem geta náð upp í 60%. Skattar á atvinnurekstur eru líka miklu hærri í þessum löndum en á Íslandi á síðustu árum. Ríkisstjórn Íslands hefur einmitt náð glæsilegum árangri með miklum lækkunum á skattbyrðum atvinnulífsins um leið og tekjur ríkissjóðs af sköttum atvinnufyrirtækja hafa hækkað og aukist geysilega. Sama máli gegnir um fjármagnstekjuskatt í Skandinavíu, að hann er miklu hærri en á Íslandi. Á því leikur ekki vafi að ef sú stefna stjórnarandstæðinga nær fram að ganga að laga Ísland eftir þessum skandinavísku fyrirmyndum, þá mun það valda miklu uppnámi í viðskiptalífinu og hrekja bæði fyrirtæki og hátekjufólk úr landi. Þetta er sjálfsagt það sem vakir m.a. fyrir Ögmundi Jónassyni alþingismanni þegar hann sagði að það væri mikilvægara að halda „jöfnuði“ hér heldur en að halda fjármálafyrirtækjunum á Íslandi. Hann vill jafna niður á við í samfélagi með afturför og tekjuminnkun, í stað þess að halda áfram að byggja á þeim glæsilega árangri sem stefna ríkisstjórnarinnar hefur náð. Stjórnarandstæðingar virðast þannig vilja stefna að þeirri öfugsnúnu „útrás“ sem að hluta hefur einkennt skandinavísku löndin. Fleiri atriði má nefna sem Íslendingar munu varla sækjast eftir úr hinni skandinavísku fyrirmynd. Má þar nefna ýmsar reglur sem vinna gegn sveigjanleika á vinnumarkaði og valda því m.a. að atvinnuleysi hefur verið landlægt þar, eða um þrisvar sinnum meira en Íslendingar hafa vanist síðan framsóknarmenn komust til valda hér á landi fyrir tólf árum. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun