Bíó og sjónvarp

Rúni Júl í Partílandið

Rokkarinn Rúnar Júlíusson kemur fram í leikritinu Partí­landinu sem frumsýnt verður í næsta mánuði.
Rokkarinn Rúnar Júlíusson kemur fram í leikritinu Partí­landinu sem frumsýnt verður í næsta mánuði.

Rokkarinn Rúnar Júlíusson hefur fallist á að koma fram í Partílandinu, leikriti sem sett verður upp á Listahátíð í Reykjavík í næsta mánuði. Rúnar verður einn fjölmargra gestaleikara sem koma fram í verkinu en þeir verða allir þjóðþekktir og koma fram sem þeir sjálfir.

Höfundur Partílandsins er Jón Atli Jónasson en Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir. Þeir leika báðir í verkinu ásamt þekktum leikurum á borð við Erling Gíslason, Kristbjörgu Kjeld og Björn Thors. Partílandið verður frumsýnt 26. maí og verður lokapunktur Listahátíðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×