Bíó og sjónvarp

Köngulóarmaðurinn mættur

James Franco, Kirsten Dunst og Tobey Maguire á Evrópufrumsýningu Spider-Man 3 á Leicester-torgi í London.
James Franco, Kirsten Dunst og Tobey Maguire á Evrópufrumsýningu Spider-Man 3 á Leicester-torgi í London. MYND/Getty

Kvikmyndin Spider-Man 3 var frumsýnd á Leicester-torgi í London á dögunum með pompi og prakt. Allar stjörnur myndarinnar létu vitaskuld sjá sig, þar á meðal Tobey Maguire og Kirsten Dunst.

 

Kirsten Dunst sem fer með hlutverk Mary Jane gefur aðdáendum sínum eiginhandaráritanir.

Hundruð aðdáenda Köngulóarmannsins fylgdust með stjörnunum ganga eftir rauða dreglinum og fengu þeir aðgangshörðustu eiginhandaráritanir í bókina sína. Myndin hafði áður verið heimsfrumsýnd í Japan við góðar undirtektir. „Ég skemmti mér vel, þetta er stór viðburður og ég er mjög stoltur af þessari mynd," sagði Maguire, sem leikur Pétur Parker, betur þekktan sem Spiderman.

 

Topher Grace, sem sló í gegn í sjónvarpsþættinum That 70´s Show, leikur í þriðju myndinni um Köngulóarmanninn.

Hann sagðist ekki útiloka að leika í fjórðu myndinni um þessa vinsælu ofurhetju. „Ég myndi hugleiða það ef handritið væri gott og leikarahópurinn væri sá rétti," sagði hann.

Spider-Man 3 verður frumsýnd hér á landi 4. maí næstkomandi og bíða hinir fjölmörgu aðdáendur Lóa vafalítið spenntir eftir útkomunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×