Köngulóarmaðurinn snýr aftur 3. maí 2007 09:15 Köngulóarmaðurinn þarf að kljást við þrjá óvini í stað eins eins og hingað til. Sam Raimi mætir til leiks nú um helgina með þriðju myndina um Köngulóarmanninn Peter Parker en kvikmyndahúsagestir hafa bundist þessum veggjaklifrara og ofurhuga miklum tryggðarböndum. Að þessu sinni þarf Parker að fást við hvorki meira né minna en þrjá óvini; Hinn unga Green Goblin, Sandmanninn og Venom. Ólíkt annarri myndinni - þar sem Parker fannst hann fá óverðskuldaða gagnrýni og engar þakki frá íbúum New York - er Köngulóarmaðurinn nú elskaður og dáður af öllum. Og virðist kunna því ansi vel. Parker gengst upp í því að fá athygli og virðist gleyma þeim sem þykir vænst um hann. Þar að auki berjast nú tvær stúlkur um hylli hans, þær Mary Jane Watson og Gwyn Stacy. Og Parker virðist ekkert una því neitt sérstaklega illa. Samband á brauðfótum. Það hefur aldrei reynt jafn mikið á samband Mary Jane og Peters Parker og í þriðju myndinni. Það sem helst hefur hrifið fólk með myndunum um Köngulóarmanninn er hversu mannlegur hann er. Þrátt fyrir ofurkrafta sína þarf Parker engu að síður að kljást við siðferðilegar spurningar milli þess sem hann frelsar samborgara sína frá óþjóðalýð. Þannig vakti það gríðarlega mikla athygli þegar myndir af svörtum Köngulóarmanni fóru eins og eldur í sinu um netið. Svarti búningurinn er táknmynd nýs afls sem bærir á sér í hjarta Parkers og er keyrt áfram af hatri og hefnd. Þetta fyllir Parker mun meiri krafti, en sviptir hann sýn á hvað er rétt og hvað er rangt í baráttunni gegn illum öflum. Sam Raimi hefur hingað til haldið sig við eitt illmenni í hverri mynd; fyrst var það Willem Dafoe í líki Green Goblin og svo kom Alfred Molina sem Dr. Oktavius. Raimi fer hins vegar þá leið að láta Köngulóarmanninn kljást við þrjá óvini í einu og segir þá hugmynd hafa komið frá samstarfsmanni sínum, Avi Arad. „Ég var búinn að skrifa söguna að þriðju myndinni með Sandmanninum í aðalhlutverki. Þá kom Arad að máli við mig og sagði að ég sæi ekki heildarmyndina," sagði Raimi í samtali við kvikmyndavefinn Movieweb. „Hann taldi að ég væri að gleyma aðdáendum Köngulóarmannsins og einblína of mikið á mitt áhugasvið og mína eftirlætisþrjóta," bætir Raimi við. Svartur köngulóarmaður. Myndir af þessum svarta búningi fóru eins og eldur í sinu um netið enda kom hann mörgum í opna skjöldu. „Arad bað mig um að setja Venom í myndina enda væri hann það illmenni sem væri í mestu uppáhaldi hjá aðdáendum Köngulóarmannsins," útskýrir Raimi en leikstjórinn taldi sig ekki vera undir mikilli pressu frá aðdáendum hverju sinni. „Það er alltaf ég sem tek ákvarðanirnar og það er alltaf ég sem stend og fell með þeim." Að venju er Tobey Maguire í hlutverki Peter Parker og hann er dyggilega studdur af Kirsten Dunst sem Mary Jane Watson. Þar að auki er James Franco á sínum stað sem Harry Osbourne. Meðal nýrra andlita má nefna Thomas Haden Church í hlutverki Sandmannsins, Topher Grace sem Venom og Bryce Dallas Howard sem hjónadjöfullinn Gwen Stacy. Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Sam Raimi mætir til leiks nú um helgina með þriðju myndina um Köngulóarmanninn Peter Parker en kvikmyndahúsagestir hafa bundist þessum veggjaklifrara og ofurhuga miklum tryggðarböndum. Að þessu sinni þarf Parker að fást við hvorki meira né minna en þrjá óvini; Hinn unga Green Goblin, Sandmanninn og Venom. Ólíkt annarri myndinni - þar sem Parker fannst hann fá óverðskuldaða gagnrýni og engar þakki frá íbúum New York - er Köngulóarmaðurinn nú elskaður og dáður af öllum. Og virðist kunna því ansi vel. Parker gengst upp í því að fá athygli og virðist gleyma þeim sem þykir vænst um hann. Þar að auki berjast nú tvær stúlkur um hylli hans, þær Mary Jane Watson og Gwyn Stacy. Og Parker virðist ekkert una því neitt sérstaklega illa. Samband á brauðfótum. Það hefur aldrei reynt jafn mikið á samband Mary Jane og Peters Parker og í þriðju myndinni. Það sem helst hefur hrifið fólk með myndunum um Köngulóarmanninn er hversu mannlegur hann er. Þrátt fyrir ofurkrafta sína þarf Parker engu að síður að kljást við siðferðilegar spurningar milli þess sem hann frelsar samborgara sína frá óþjóðalýð. Þannig vakti það gríðarlega mikla athygli þegar myndir af svörtum Köngulóarmanni fóru eins og eldur í sinu um netið. Svarti búningurinn er táknmynd nýs afls sem bærir á sér í hjarta Parkers og er keyrt áfram af hatri og hefnd. Þetta fyllir Parker mun meiri krafti, en sviptir hann sýn á hvað er rétt og hvað er rangt í baráttunni gegn illum öflum. Sam Raimi hefur hingað til haldið sig við eitt illmenni í hverri mynd; fyrst var það Willem Dafoe í líki Green Goblin og svo kom Alfred Molina sem Dr. Oktavius. Raimi fer hins vegar þá leið að láta Köngulóarmanninn kljást við þrjá óvini í einu og segir þá hugmynd hafa komið frá samstarfsmanni sínum, Avi Arad. „Ég var búinn að skrifa söguna að þriðju myndinni með Sandmanninum í aðalhlutverki. Þá kom Arad að máli við mig og sagði að ég sæi ekki heildarmyndina," sagði Raimi í samtali við kvikmyndavefinn Movieweb. „Hann taldi að ég væri að gleyma aðdáendum Köngulóarmannsins og einblína of mikið á mitt áhugasvið og mína eftirlætisþrjóta," bætir Raimi við. Svartur köngulóarmaður. Myndir af þessum svarta búningi fóru eins og eldur í sinu um netið enda kom hann mörgum í opna skjöldu. „Arad bað mig um að setja Venom í myndina enda væri hann það illmenni sem væri í mestu uppáhaldi hjá aðdáendum Köngulóarmannsins," útskýrir Raimi en leikstjórinn taldi sig ekki vera undir mikilli pressu frá aðdáendum hverju sinni. „Það er alltaf ég sem tek ákvarðanirnar og það er alltaf ég sem stend og fell með þeim." Að venju er Tobey Maguire í hlutverki Peter Parker og hann er dyggilega studdur af Kirsten Dunst sem Mary Jane Watson. Þar að auki er James Franco á sínum stað sem Harry Osbourne. Meðal nýrra andlita má nefna Thomas Haden Church í hlutverki Sandmannsins, Topher Grace sem Venom og Bryce Dallas Howard sem hjónadjöfullinn Gwen Stacy.
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira