Bíó og sjónvarp

Háskólabíó verði heimavöllur Íslands

Köld slóð serður sýnd aftur í Háskólabíói ásamt Mýrinni.
Köld slóð serður sýnd aftur í Háskólabíói ásamt Mýrinni.

Sena hefur tekið við rekstri Háskólabíós af Sambíóunum og hyggst gera kvikmyndahúsið að heimavelli íslenskrar kvikmyndagerðar. Af því tilefni hefur verið ákveðið að bjóða upp á „tveir fyrir einn“-tilboð á spennumyndirnar Köld slóð og Mýrina.

Myndirnar tvær nutu mikilla vinsælda þegar þær voru sýndar en Mýrin er ein aðsóknarmesta íslenska kvikmyndin í sögunni, alls sáu hana 85 þúsund manns. Að sögn Guðmundar Breiðfjörð hjá Senu var ákveðið að taka þessar tvær myndir til sýningar vegna fjölda áskorana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×