Stórkostleg sókn í menntamálum Þorgerður katrín gunnarsdóttir skrifar 5. maí 2007 05:30 Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með þróun menntamála á Íslandi á undanförnum árum. Á örskömmum tíma hefur Ísland siglt fram úr nær öllum öðrum þjóðum þegar kemur að sókn ungmenna í menntun. Nú er svo komið að engin önnur þjóð ver hærra hlutfalli af þjóðartekjum sínum til menntamála en Íslendingar. Við sjáum þessa þróun á öllum skólastigum frá leikskóla upp í háskóla. Í leikskólum landsins á sér stað gífurlega öflugt starf og hvergi er líklega gróskan meiri í skólastarfi en einmitt þar. Ég hef á undanförnum árum heimsótt fjölmarga leikskóla um landið allt og ávallt dáðst að því fjölbreytta og skemmtilega starfi sem þar fer fram. Litlu Íslendingarnir sem eru að taka sín fyrstu skref í skólakerfinu takast þar á við fjölþætt verkefni undir styrkri leiðsögn þar sem fræðslu og leik er tvinnað saman og gleðin er aldrei langt undan. Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga hefur reynst einstakt heillaskref og grunnskólinn blómstrar sem aldrei fyrr. Við sjáum það um land allt hve mikinn metnað sveitarfélög leggja í skólastarfið og hve ríkar kröfur foreldrar gera til þessarar þjónustu. Öflugt kennaralið hefur átt ríkan þátt í þessum mikla árangri og tel ég rétt að huga að enn frekari eflingu og lengingu kennaramenntunar á öllum skólastigum. Þar með væri lagður grunnur að áframhaldandi stórsókn í menntamálum. Nú er svo komið að nær allir sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Þetta mun reynast þjóðinni happadrjúgt á næstu áratugum. Nemum stendur til boða fjölbreytt flóra framhaldsskóla hvort sem litið er til bóknáms eða verknáms. Sömuleiðis hefur verið brugðist við kröfunni um nám í heimabyggð með stofnun og undirbúningi nýrra framhaldsskóla og ríkri áherslu á dreifnám og fjarnám. Mesta byltingin hefur hins vegar orðið á háskólastigi. Fjöldi háskólanema hefur tvöfaldast á síðastliðnum áratug og valkostir háskólanema hafa aldrei verið fleiri og fjölbreyttari. Ef þróunin á árunum 1995-2007 er skoðuð kemur eftirfarandi í ljós. l Nemendum í námi til 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 104%. l Nemendum í viðbótarnámi eftir 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 370%. l Nemendum í námi til meistaragráðu hefur fjölgað um 1.037%. l Nemendum í námi til doktorsgráðu hefur fjölgað um 1.837%. Þetta hefur gerst án þess að þeim er sækja í háskólanám erlendis hafi fækkað. Þetta er hrein viðbót. Við sjáum þetta endurspeglast í alþjóðlegum samanburði OECD-ríkjanna. Á Íslandi var brautskráningarhlutfall (fjöldi brautskráðra deilt með stærð fæðingarárgangs) á háskólastigi 50% árið 2004 en var 38,7% árið 2000. Þetta er hæsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 34,8%. Á undanförnum fimm árum höfum við einnig siglt fram úr Dönum, Norðmönnum og Svíum þegar kemur að hlutfalli þeirra sem stunda háskólanám. Þetta hefði ekki getað gerst án þeirrar áherslu sem ríkisstjórnin hefur lagt á menntamál á kjörtímabilinu og endurspeglast í framlögum til menntamála. Framlög til háskóla og rannsókna hafa farið í um 10 milljörðum í tæpa 15 á ári og framlög til framhaldsskóla úr 10 milljörðum í um 16 milljarða á ári. Þetta eru gífurlegar fjárhæðir en jafnframt fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar fram í sækir. Höfundur er menntamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með þróun menntamála á Íslandi á undanförnum árum. Á örskömmum tíma hefur Ísland siglt fram úr nær öllum öðrum þjóðum þegar kemur að sókn ungmenna í menntun. Nú er svo komið að engin önnur þjóð ver hærra hlutfalli af þjóðartekjum sínum til menntamála en Íslendingar. Við sjáum þessa þróun á öllum skólastigum frá leikskóla upp í háskóla. Í leikskólum landsins á sér stað gífurlega öflugt starf og hvergi er líklega gróskan meiri í skólastarfi en einmitt þar. Ég hef á undanförnum árum heimsótt fjölmarga leikskóla um landið allt og ávallt dáðst að því fjölbreytta og skemmtilega starfi sem þar fer fram. Litlu Íslendingarnir sem eru að taka sín fyrstu skref í skólakerfinu takast þar á við fjölþætt verkefni undir styrkri leiðsögn þar sem fræðslu og leik er tvinnað saman og gleðin er aldrei langt undan. Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga hefur reynst einstakt heillaskref og grunnskólinn blómstrar sem aldrei fyrr. Við sjáum það um land allt hve mikinn metnað sveitarfélög leggja í skólastarfið og hve ríkar kröfur foreldrar gera til þessarar þjónustu. Öflugt kennaralið hefur átt ríkan þátt í þessum mikla árangri og tel ég rétt að huga að enn frekari eflingu og lengingu kennaramenntunar á öllum skólastigum. Þar með væri lagður grunnur að áframhaldandi stórsókn í menntamálum. Nú er svo komið að nær allir sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Þetta mun reynast þjóðinni happadrjúgt á næstu áratugum. Nemum stendur til boða fjölbreytt flóra framhaldsskóla hvort sem litið er til bóknáms eða verknáms. Sömuleiðis hefur verið brugðist við kröfunni um nám í heimabyggð með stofnun og undirbúningi nýrra framhaldsskóla og ríkri áherslu á dreifnám og fjarnám. Mesta byltingin hefur hins vegar orðið á háskólastigi. Fjöldi háskólanema hefur tvöfaldast á síðastliðnum áratug og valkostir háskólanema hafa aldrei verið fleiri og fjölbreyttari. Ef þróunin á árunum 1995-2007 er skoðuð kemur eftirfarandi í ljós. l Nemendum í námi til 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 104%. l Nemendum í viðbótarnámi eftir 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 370%. l Nemendum í námi til meistaragráðu hefur fjölgað um 1.037%. l Nemendum í námi til doktorsgráðu hefur fjölgað um 1.837%. Þetta hefur gerst án þess að þeim er sækja í háskólanám erlendis hafi fækkað. Þetta er hrein viðbót. Við sjáum þetta endurspeglast í alþjóðlegum samanburði OECD-ríkjanna. Á Íslandi var brautskráningarhlutfall (fjöldi brautskráðra deilt með stærð fæðingarárgangs) á háskólastigi 50% árið 2004 en var 38,7% árið 2000. Þetta er hæsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 34,8%. Á undanförnum fimm árum höfum við einnig siglt fram úr Dönum, Norðmönnum og Svíum þegar kemur að hlutfalli þeirra sem stunda háskólanám. Þetta hefði ekki getað gerst án þeirrar áherslu sem ríkisstjórnin hefur lagt á menntamál á kjörtímabilinu og endurspeglast í framlögum til menntamála. Framlög til háskóla og rannsókna hafa farið í um 10 milljörðum í tæpa 15 á ári og framlög til framhaldsskóla úr 10 milljörðum í um 16 milljarða á ári. Þetta eru gífurlegar fjárhæðir en jafnframt fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar fram í sækir. Höfundur er menntamálaráðherra.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun