Allt í forgang allsstaðar Einar K. Guðfinnsson skrifar 9. maí 2007 06:00 Eitt vinsælasta hugtak stjórnmálabaráttunnar síðustu dægrin er, forgangsröðun; ný forgangsröðun, tiltekin mál í algjöran forgang, af því að þau þola enga bið. Ég hef hlustað á endalausar ræður stjórnarandstöðunnar um þessi mál undanfarnar vikur og greinarnar í blöðunum og orðræðan í útvarps og sjónvarpsþáttum er hlaðin þessu hugtaki. Hugtakið er í rauninni skýrt. Að setja mál í forgang þýðir einfaldlega að unnið sé að því af meiri krafti en einhverju öðru. Gæði lífsins eru takmörkuð. Skattfé er ekki endalaust, því eru takmörk sett hvað hægt er að kosta úr sameiginlegum sjóðum almennings. Þegar eitt mál er því sett í forgang hefur það áhrif á framvindu annars. Þessi síðari þáttur málsins er vitaskuld óskemmtilegri en hinn fyrri. Það er leiðinlegra að segja kjósendum sínum að hægja þurfi á einhverju af því að flýta beri öðru. Þá er til eitt heillaráð og það er þetta: Að segja bara að allt eigi að hafa forgang, alltaf, alls staðar og fyrir alla. Þetta er einmitt stefna stjórnarandstöðunnar og hún hefur komið skýrt fram En þetta er engin stefnumótun. Þetta er stefnuleysi. Þegar menn leggja af stað í svona pólitíska skógarför munu þeir villast; af því einfaldlega að þeir vita ekki hvert eigi að halda. Það er eins og segir í frægu kvæði Indriða G. Þorsteinssonar: Vegir liggja til allra átta/ enginn ræður för. Það var sannarlega vel ort og á einstaklega vel við þegar við förum yfir málflutning stjórnarandstöðunnar. Í Norðvesturkjördæmi segja okkur frambjóðendur stjórnarandstöðunnar að þeir vilji vegi á Vestfjörðum í forgang, aflétta gjaldi í Hvalfjarðargöng, breikka þjóðveg 1, auka fjármagn í tengivegi. Allt eru þetta forgangsmál. Svo vilja þeir líka setja málefni aldraðra í forgang, einnig málefni barna og ungmenna, skólamálin, leikskólamálin, jöfnunaraðgerðir í byggðamálum. En ekki hækka skatta og líka gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Þetta er stefnuleysi, ekki forgangsröðun. Þetta er ekki pólitík heldur hentistefna. Þetta er ekki trúverðugt, heldur ótrúverðugt. Á þetta er ekki hægt að reiða sig og verður því hafnað 12. maí næst komandi. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Sjá meira
Eitt vinsælasta hugtak stjórnmálabaráttunnar síðustu dægrin er, forgangsröðun; ný forgangsröðun, tiltekin mál í algjöran forgang, af því að þau þola enga bið. Ég hef hlustað á endalausar ræður stjórnarandstöðunnar um þessi mál undanfarnar vikur og greinarnar í blöðunum og orðræðan í útvarps og sjónvarpsþáttum er hlaðin þessu hugtaki. Hugtakið er í rauninni skýrt. Að setja mál í forgang þýðir einfaldlega að unnið sé að því af meiri krafti en einhverju öðru. Gæði lífsins eru takmörkuð. Skattfé er ekki endalaust, því eru takmörk sett hvað hægt er að kosta úr sameiginlegum sjóðum almennings. Þegar eitt mál er því sett í forgang hefur það áhrif á framvindu annars. Þessi síðari þáttur málsins er vitaskuld óskemmtilegri en hinn fyrri. Það er leiðinlegra að segja kjósendum sínum að hægja þurfi á einhverju af því að flýta beri öðru. Þá er til eitt heillaráð og það er þetta: Að segja bara að allt eigi að hafa forgang, alltaf, alls staðar og fyrir alla. Þetta er einmitt stefna stjórnarandstöðunnar og hún hefur komið skýrt fram En þetta er engin stefnumótun. Þetta er stefnuleysi. Þegar menn leggja af stað í svona pólitíska skógarför munu þeir villast; af því einfaldlega að þeir vita ekki hvert eigi að halda. Það er eins og segir í frægu kvæði Indriða G. Þorsteinssonar: Vegir liggja til allra átta/ enginn ræður för. Það var sannarlega vel ort og á einstaklega vel við þegar við förum yfir málflutning stjórnarandstöðunnar. Í Norðvesturkjördæmi segja okkur frambjóðendur stjórnarandstöðunnar að þeir vilji vegi á Vestfjörðum í forgang, aflétta gjaldi í Hvalfjarðargöng, breikka þjóðveg 1, auka fjármagn í tengivegi. Allt eru þetta forgangsmál. Svo vilja þeir líka setja málefni aldraðra í forgang, einnig málefni barna og ungmenna, skólamálin, leikskólamálin, jöfnunaraðgerðir í byggðamálum. En ekki hækka skatta og líka gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Þetta er stefnuleysi, ekki forgangsröðun. Þetta er ekki pólitík heldur hentistefna. Þetta er ekki trúverðugt, heldur ótrúverðugt. Á þetta er ekki hægt að reiða sig og verður því hafnað 12. maí næst komandi. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun