Allt í forgang allsstaðar Einar K. Guðfinnsson skrifar 9. maí 2007 06:00 Eitt vinsælasta hugtak stjórnmálabaráttunnar síðustu dægrin er, forgangsröðun; ný forgangsröðun, tiltekin mál í algjöran forgang, af því að þau þola enga bið. Ég hef hlustað á endalausar ræður stjórnarandstöðunnar um þessi mál undanfarnar vikur og greinarnar í blöðunum og orðræðan í útvarps og sjónvarpsþáttum er hlaðin þessu hugtaki. Hugtakið er í rauninni skýrt. Að setja mál í forgang þýðir einfaldlega að unnið sé að því af meiri krafti en einhverju öðru. Gæði lífsins eru takmörkuð. Skattfé er ekki endalaust, því eru takmörk sett hvað hægt er að kosta úr sameiginlegum sjóðum almennings. Þegar eitt mál er því sett í forgang hefur það áhrif á framvindu annars. Þessi síðari þáttur málsins er vitaskuld óskemmtilegri en hinn fyrri. Það er leiðinlegra að segja kjósendum sínum að hægja þurfi á einhverju af því að flýta beri öðru. Þá er til eitt heillaráð og það er þetta: Að segja bara að allt eigi að hafa forgang, alltaf, alls staðar og fyrir alla. Þetta er einmitt stefna stjórnarandstöðunnar og hún hefur komið skýrt fram En þetta er engin stefnumótun. Þetta er stefnuleysi. Þegar menn leggja af stað í svona pólitíska skógarför munu þeir villast; af því einfaldlega að þeir vita ekki hvert eigi að halda. Það er eins og segir í frægu kvæði Indriða G. Þorsteinssonar: Vegir liggja til allra átta/ enginn ræður för. Það var sannarlega vel ort og á einstaklega vel við þegar við förum yfir málflutning stjórnarandstöðunnar. Í Norðvesturkjördæmi segja okkur frambjóðendur stjórnarandstöðunnar að þeir vilji vegi á Vestfjörðum í forgang, aflétta gjaldi í Hvalfjarðargöng, breikka þjóðveg 1, auka fjármagn í tengivegi. Allt eru þetta forgangsmál. Svo vilja þeir líka setja málefni aldraðra í forgang, einnig málefni barna og ungmenna, skólamálin, leikskólamálin, jöfnunaraðgerðir í byggðamálum. En ekki hækka skatta og líka gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Þetta er stefnuleysi, ekki forgangsröðun. Þetta er ekki pólitík heldur hentistefna. Þetta er ekki trúverðugt, heldur ótrúverðugt. Á þetta er ekki hægt að reiða sig og verður því hafnað 12. maí næst komandi. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt vinsælasta hugtak stjórnmálabaráttunnar síðustu dægrin er, forgangsröðun; ný forgangsröðun, tiltekin mál í algjöran forgang, af því að þau þola enga bið. Ég hef hlustað á endalausar ræður stjórnarandstöðunnar um þessi mál undanfarnar vikur og greinarnar í blöðunum og orðræðan í útvarps og sjónvarpsþáttum er hlaðin þessu hugtaki. Hugtakið er í rauninni skýrt. Að setja mál í forgang þýðir einfaldlega að unnið sé að því af meiri krafti en einhverju öðru. Gæði lífsins eru takmörkuð. Skattfé er ekki endalaust, því eru takmörk sett hvað hægt er að kosta úr sameiginlegum sjóðum almennings. Þegar eitt mál er því sett í forgang hefur það áhrif á framvindu annars. Þessi síðari þáttur málsins er vitaskuld óskemmtilegri en hinn fyrri. Það er leiðinlegra að segja kjósendum sínum að hægja þurfi á einhverju af því að flýta beri öðru. Þá er til eitt heillaráð og það er þetta: Að segja bara að allt eigi að hafa forgang, alltaf, alls staðar og fyrir alla. Þetta er einmitt stefna stjórnarandstöðunnar og hún hefur komið skýrt fram En þetta er engin stefnumótun. Þetta er stefnuleysi. Þegar menn leggja af stað í svona pólitíska skógarför munu þeir villast; af því einfaldlega að þeir vita ekki hvert eigi að halda. Það er eins og segir í frægu kvæði Indriða G. Þorsteinssonar: Vegir liggja til allra átta/ enginn ræður för. Það var sannarlega vel ort og á einstaklega vel við þegar við förum yfir málflutning stjórnarandstöðunnar. Í Norðvesturkjördæmi segja okkur frambjóðendur stjórnarandstöðunnar að þeir vilji vegi á Vestfjörðum í forgang, aflétta gjaldi í Hvalfjarðargöng, breikka þjóðveg 1, auka fjármagn í tengivegi. Allt eru þetta forgangsmál. Svo vilja þeir líka setja málefni aldraðra í forgang, einnig málefni barna og ungmenna, skólamálin, leikskólamálin, jöfnunaraðgerðir í byggðamálum. En ekki hækka skatta og líka gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Þetta er stefnuleysi, ekki forgangsröðun. Þetta er ekki pólitík heldur hentistefna. Þetta er ekki trúverðugt, heldur ótrúverðugt. Á þetta er ekki hægt að reiða sig og verður því hafnað 12. maí næst komandi. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun