Hagfræðingurinn sem missti allt 16. maí 2007 00:01 Telegraph | Breskir fjölmiðlar hafa reglulega birt harðorðar greinar um fjárfestingasjóði. Mikill uppgangur hefur verið hjá sjóðunum í Bretlandi upp á síðkastið og virðist á stundum, ef marka má fjölmiðlaumræðuna, sem þeir ætli að gleypa allt kvikt. Enn einn skammturinn um sjóðina birtist í breska blaðinu Telegraph á mánudag. Þar segir af breska hagfræðingnum John Maynard Keynes, einum helsta hagfræðingi síðustu aldar. Keynes stjórnaði tveimur fjárfestingasjóðum allt frá 1928. Annar þeirra var í nafni vina hans en hinn í nafni hins virta King's College í Cambridge í Bretlandi. Engar fregnir fóru af fyrri sjóðnum en sá seinni skilaði góðri ávöxtun, um 13,2 prósentum að meðaltali á ári, allt fram til ársins 1945. Sjálfur kom Keynes ekki vel undan vetri þrátt fyrir þekkingu sína á hagfræði því hann tapaði öllu sparifénu í kreppunni miklu árið 1929. Ósagt skal látið hvort þessi reynsla hafi skilað sér í því að um það leyti sem kreppan skall á og sparifé hans gufaði upp setti Keynes fram fyrstu kenningarnar um framboð og eftirspurn fjármagns í hagkerfinu. Endurkoma forstjórannaFortune | Nokkurra ára hneisu forstjóra bandarískra stórfyrirtækja er lokið. Eða svo segir bandaríska viðskiptatímaritið Fortune í nýjasta tölublaði sínu. Þar er bent á að í kjölfar þess að netbólan sprakk og gengi hlutabréfa í velflestum fyrirtækjum hrundi með tilheyrandi látum fyrir tæpum sex árum hafi forstjórar vestanhafs látið sem minnst fyrir sér fara og helst ekki viljað tjá sig um eitt eða neitt. Ekki bættu fangelsisdómar yfir æðstu stjórnendum Enron, WorldCom og fleiri fyrirtækja úr skák.Þetta hefur leitt til þess að margir fara varlega í viðskiptum sínum með hlutabréf, ekki síst hinn óbrotni almenningur, sem enn líti forstjóra stærstu fyrirtækja landsins hornauga. Í tímaritinu segir að gengi fyrirtækja í Bandaríkjunum hafi verið ævintýri líkast upp á síðkastið og bendi flest, ekki síst afkomutölur þeirra, til þess að hneisan sé að baki. Engu að síður segir að niðurlægingartímarnir hafi reynt svo mjög á forstjórana að þeir reyni, enn sem komið er, að komast hjá því að stæra sig af árangrinum og vilji helst af öllu halda sig til hlés. Héðan og þaðan Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Telegraph | Breskir fjölmiðlar hafa reglulega birt harðorðar greinar um fjárfestingasjóði. Mikill uppgangur hefur verið hjá sjóðunum í Bretlandi upp á síðkastið og virðist á stundum, ef marka má fjölmiðlaumræðuna, sem þeir ætli að gleypa allt kvikt. Enn einn skammturinn um sjóðina birtist í breska blaðinu Telegraph á mánudag. Þar segir af breska hagfræðingnum John Maynard Keynes, einum helsta hagfræðingi síðustu aldar. Keynes stjórnaði tveimur fjárfestingasjóðum allt frá 1928. Annar þeirra var í nafni vina hans en hinn í nafni hins virta King's College í Cambridge í Bretlandi. Engar fregnir fóru af fyrri sjóðnum en sá seinni skilaði góðri ávöxtun, um 13,2 prósentum að meðaltali á ári, allt fram til ársins 1945. Sjálfur kom Keynes ekki vel undan vetri þrátt fyrir þekkingu sína á hagfræði því hann tapaði öllu sparifénu í kreppunni miklu árið 1929. Ósagt skal látið hvort þessi reynsla hafi skilað sér í því að um það leyti sem kreppan skall á og sparifé hans gufaði upp setti Keynes fram fyrstu kenningarnar um framboð og eftirspurn fjármagns í hagkerfinu. Endurkoma forstjórannaFortune | Nokkurra ára hneisu forstjóra bandarískra stórfyrirtækja er lokið. Eða svo segir bandaríska viðskiptatímaritið Fortune í nýjasta tölublaði sínu. Þar er bent á að í kjölfar þess að netbólan sprakk og gengi hlutabréfa í velflestum fyrirtækjum hrundi með tilheyrandi látum fyrir tæpum sex árum hafi forstjórar vestanhafs látið sem minnst fyrir sér fara og helst ekki viljað tjá sig um eitt eða neitt. Ekki bættu fangelsisdómar yfir æðstu stjórnendum Enron, WorldCom og fleiri fyrirtækja úr skák.Þetta hefur leitt til þess að margir fara varlega í viðskiptum sínum með hlutabréf, ekki síst hinn óbrotni almenningur, sem enn líti forstjóra stærstu fyrirtækja landsins hornauga. Í tímaritinu segir að gengi fyrirtækja í Bandaríkjunum hafi verið ævintýri líkast upp á síðkastið og bendi flest, ekki síst afkomutölur þeirra, til þess að hneisan sé að baki. Engu að síður segir að niðurlægingartímarnir hafi reynt svo mjög á forstjórana að þeir reyni, enn sem komið er, að komast hjá því að stæra sig af árangrinum og vilji helst af öllu halda sig til hlés.
Héðan og þaðan Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira