Menning

Laugardagsstefna um CoBrA

Verkið Ophobning eftir Egil Jacobsen frá 1937, Verkið er að finna á sýningunni en þetta er í fyrsta sinn sem það er lánað frá Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn.
Verkið Ophobning eftir Egil Jacobsen frá 1937, Verkið er að finna á sýningunni en þetta er í fyrsta sinn sem það er lánað frá Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn.

Málþing í tengslum við CoBrA-sýningu Listasafns Íslands verður haldið í safninu á morgun. Fróðleiksfúsum listunnendum gefst þar kostur á að hlýða á erindi og ræða áhrif CoBrA-hreyfingarinnar á Íslandi. Sýningin er liður Listahátíðar í Reykjavík og var opnuð í síðustu viku.

Halldór Björn Runólfsson, forstöðumaður Listasafns Íslands, mun flytja erindi um afdrif og áhrif CoBrA-listarinnar því þótt hreyfingin væri skammlíf voru áhrif hennar ómæld, og halda áfram að vekja undrun og aðdáun, svo sem módelborg Constants, „Hin nýja Babýlon“, á Documenta X í Kassel, 1997.

Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir listfræðingur mun fjalla um CoBrA og ljósmyndun, til dæmis um samvinnu Dotremonts og Vandercams en Hanna Guðlaug vann MA-ritgerð um þetta efni. Umræðum stjórnar Guðni Tómasson listsagnfræðingur.

Málþingið hefst kl. 11 á morgun, það er öllum opið og aðgangur ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×