Fjárfestingarsjóðir í BNA greiða minna 30. maí 2007 00:01 Eignarhald stjórnenda í almenningshlutafélögum hefur áhrif á hegðun þeirra við yfirtökur á öðrum félögum. Fjárfestar í fyrirtækjum sem eru álitleg til yfirtöku ættu að vonast eftir að yfirtökufélagið sé almenningshlutafélag en ekki fjárfestingarsjóður í einkaeigu (private equity fund). Í nýlegri rannsókn fjögurra bandarískra prófessora í fjármálafræðum, sem International Herald-Tribune greinir frá, kemur fram að almenningshlutafélög eru mun líklegri til að borga hærra yfirtökuverð en fjárfestingasjóðir. Rannsóknin nær til áranna 1990-2005 þar sem 1.292 kaupsamningar á skráðum bandarískum fyrirtækjum voru skoðaðir og greiðsla var í reiðufé. Í 32 prósentum tilvika voru einkafjárfestar á ferðinni en almenningshlutafélög í 68 prósentum tilfella. Meginniðurstaðan er sú að hluthafar í yfirteknu fyrirtækjum fengu 55 prósentum hærra verð þegar almenningshlutafélög tóku þau yfir en fjárfestingarsjóðir. Þar með er sagan ekki nema hálfnuð. Rannsókn prófessoranna sýndi fram á að sterk tengsl væru á milli eignarhalds stjórnenda í almenningshlutafélögum og hversu hátt yfirverð væri greitt hverju sinni. Þegar undanskilin voru yfirtökufélög þar sem stjórnendur áttu minna en fimmtung hlutafjár var enginn sýnilegur munur á yfirtökuverði fjárfestingarsjóða og almenningshlutafélaga. En af hverju hefur eignarhald stjórnenda eitthvað að segja um það yfirtökuverð sem í boði er? Prófessorarnir benda á að fyrirtækjastjórnendur sem eiga lítinn hlut í þeim fyrirtækjum sem þeir fara fyrir séu líklegri til að hafa önnur markmið í huga en að hámarka langtímaarðsemi hluthafa. Þar er líklegra að hégómleg markmið á borð við uppbyggingu risafyrirtækja ráði för. Því ættu eigendur fyrirtækja sem boðið hefur verið í að íhuga alvarlega að selja bréf sín þegar almenningshlutafélag vill taka það yfir – að því gefnu að stjórnendur ráði yfir litlum hlut hlutafjár. Með því að selja eru fjárfestar búnir að tryggja sig ef yfirtökuáformin detta upp fyrir. Hægt er að finna útdrátt á slóðinni www.nber.org/papers/w13061 Héðan og þaðan Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fjárfestar í fyrirtækjum sem eru álitleg til yfirtöku ættu að vonast eftir að yfirtökufélagið sé almenningshlutafélag en ekki fjárfestingarsjóður í einkaeigu (private equity fund). Í nýlegri rannsókn fjögurra bandarískra prófessora í fjármálafræðum, sem International Herald-Tribune greinir frá, kemur fram að almenningshlutafélög eru mun líklegri til að borga hærra yfirtökuverð en fjárfestingasjóðir. Rannsóknin nær til áranna 1990-2005 þar sem 1.292 kaupsamningar á skráðum bandarískum fyrirtækjum voru skoðaðir og greiðsla var í reiðufé. Í 32 prósentum tilvika voru einkafjárfestar á ferðinni en almenningshlutafélög í 68 prósentum tilfella. Meginniðurstaðan er sú að hluthafar í yfirteknu fyrirtækjum fengu 55 prósentum hærra verð þegar almenningshlutafélög tóku þau yfir en fjárfestingarsjóðir. Þar með er sagan ekki nema hálfnuð. Rannsókn prófessoranna sýndi fram á að sterk tengsl væru á milli eignarhalds stjórnenda í almenningshlutafélögum og hversu hátt yfirverð væri greitt hverju sinni. Þegar undanskilin voru yfirtökufélög þar sem stjórnendur áttu minna en fimmtung hlutafjár var enginn sýnilegur munur á yfirtökuverði fjárfestingarsjóða og almenningshlutafélaga. En af hverju hefur eignarhald stjórnenda eitthvað að segja um það yfirtökuverð sem í boði er? Prófessorarnir benda á að fyrirtækjastjórnendur sem eiga lítinn hlut í þeim fyrirtækjum sem þeir fara fyrir séu líklegri til að hafa önnur markmið í huga en að hámarka langtímaarðsemi hluthafa. Þar er líklegra að hégómleg markmið á borð við uppbyggingu risafyrirtækja ráði för. Því ættu eigendur fyrirtækja sem boðið hefur verið í að íhuga alvarlega að selja bréf sín þegar almenningshlutafélag vill taka það yfir – að því gefnu að stjórnendur ráði yfir litlum hlut hlutafjár. Með því að selja eru fjárfestar búnir að tryggja sig ef yfirtökuáformin detta upp fyrir. Hægt er að finna útdrátt á slóðinni www.nber.org/papers/w13061
Héðan og þaðan Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira