Kvikmyndin 28 weeks later var frumsýnd í Háskólabíói, Regnboganum og Borgarbíói Akureyri í gær en hún er sjálfstætt framhald hryllingsmyndarinnar 28 Days Later. Með aðalhlutverkið fara þau Robert Carlyle og Catherine McCormack en leikstjóri er hinn spænski Juan Carlos Fresnadillo.
28 Weeks Later tekur upp þráðinn sex mánuðum eftir að vírusinn skæði hafði nánast lagt England í rúst. Íbúarnir taka gleði sína á ný en vísindamenn virðast hafa vanmetið styrk vírussins og hann fer að láta á sér kræla á ný í London en með enn öflugri hætti. Íbúarnir þurfa því aftur að kljást við uppvakninga.