Gosling yfirgefur Dag Kára 1. júní 2007 08:00 Þórir Snær vildi ekkert tjá sig um málið. „Við viljum ekkert tjá okkur málið að svo stöddu. Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi," segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá Zik Zak . Á vefsíðunni imdb.com er bandaríski leikarinn Ryan Gosling kominn út af leikaralistanum hjá nýjustu mynd Dags Kára, Good Heart. Þórir vildi ekkert segja hvort þetta yrði raunin eða ekki en imdb.com hefur hingað til þótt nokkuð áræðanleg í kvikmyndaheiminum. Framleiðsla á myndinni hefur tafist nokkuð enda hefur Gosling verið önnum kafinn eftir að hafa verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Half Nelson. Hann er talinn vera ein helsta vonarstjarna Hollywood og sló í gegn í klútamyndinni Notebook. Gosling er á vefsíðunni imdb.com sagður hafa dregið sig út úr kvikmynd Dags Kára, Good Heart. Til að mynda þurfti að fresta tökum eftir að Gosling fékk hlutverkið í Fracture á móti Anthony Hopkins sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum borgarinnar. Söngvarinn Tom Waits hafði einnig verið ráðinn í annað aðalhlutverkanna og er nafn hans enn á lista. Þetta verður þriðja kvikmynd Dags Kára í fullri lengd en bæði Nói Albínói og Voksne Mennesker hafa vakið mikla athygli út fyrir landssteinana. Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Við viljum ekkert tjá okkur málið að svo stöddu. Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi," segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá Zik Zak . Á vefsíðunni imdb.com er bandaríski leikarinn Ryan Gosling kominn út af leikaralistanum hjá nýjustu mynd Dags Kára, Good Heart. Þórir vildi ekkert segja hvort þetta yrði raunin eða ekki en imdb.com hefur hingað til þótt nokkuð áræðanleg í kvikmyndaheiminum. Framleiðsla á myndinni hefur tafist nokkuð enda hefur Gosling verið önnum kafinn eftir að hafa verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Half Nelson. Hann er talinn vera ein helsta vonarstjarna Hollywood og sló í gegn í klútamyndinni Notebook. Gosling er á vefsíðunni imdb.com sagður hafa dregið sig út úr kvikmynd Dags Kára, Good Heart. Til að mynda þurfti að fresta tökum eftir að Gosling fékk hlutverkið í Fracture á móti Anthony Hopkins sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum borgarinnar. Söngvarinn Tom Waits hafði einnig verið ráðinn í annað aðalhlutverkanna og er nafn hans enn á lista. Þetta verður þriðja kvikmynd Dags Kára í fullri lengd en bæði Nói Albínói og Voksne Mennesker hafa vakið mikla athygli út fyrir landssteinana.
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira