Connery sagði nei við Spielberg 10. júní 2007 10:00 Skoska sjarmatröllið verður ekki með í fjórðu kvikmyndinni um fornleifafræðinginn. Harrison Ford verður hins vegar á sínum stað. Sean Connery hefur endanlega staðfest að hann muni ekki taka að sér hlutverk föður Indiana Jones í fjórðu kvikmyndinni um fornleifafræðinginn en tökur á henni hefjast í næsta mánuði. Connery sló í gegn sem Henry Jones í þriðju myndinni sem sýnd var fyrir 18 árum en skoska sjarmatröllið tilkynnti nýlega að hann væri hættur kvikmyndaleik. Leikstjórinn Steven Spielberg og framleiðandinn George Lucas þrýstu mikið á Connery um að taka hlutverkið að sér en sá skoski segir að eftir langan umhugsanartíma hafi hann ákveðið að láta fyrri ákvörðun standa. „Ef eitthvað hefði getað fengið mig til að hætta við að hætta, þá væri það Indiana Jones. Ég nýt lífsins hins vegar svo mikið án kvikmyndaleiks að ég ákvað að taka ekki boði Spielberg,“ segir Connery. Harrison Ford verður sem fyrr í hlutverki Indiana Jones en af öðrum leikurum má nefna Cate Blanchett, John Hurt og Ray Winstone. Myndin verður frumsýnd næsta sumar. Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Sean Connery hefur endanlega staðfest að hann muni ekki taka að sér hlutverk föður Indiana Jones í fjórðu kvikmyndinni um fornleifafræðinginn en tökur á henni hefjast í næsta mánuði. Connery sló í gegn sem Henry Jones í þriðju myndinni sem sýnd var fyrir 18 árum en skoska sjarmatröllið tilkynnti nýlega að hann væri hættur kvikmyndaleik. Leikstjórinn Steven Spielberg og framleiðandinn George Lucas þrýstu mikið á Connery um að taka hlutverkið að sér en sá skoski segir að eftir langan umhugsanartíma hafi hann ákveðið að láta fyrri ákvörðun standa. „Ef eitthvað hefði getað fengið mig til að hætta við að hætta, þá væri það Indiana Jones. Ég nýt lífsins hins vegar svo mikið án kvikmyndaleiks að ég ákvað að taka ekki boði Spielberg,“ segir Connery. Harrison Ford verður sem fyrr í hlutverki Indiana Jones en af öðrum leikurum má nefna Cate Blanchett, John Hurt og Ray Winstone. Myndin verður frumsýnd næsta sumar.
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira