Aðstaða hælisleitenda á Íslandi Toshiki Toma skrifar 21. júní 2007 04:00 Í gær, 20. júní var alþjóðadagur flóttamanna. Ég er reglulega í sambandi við hælisleitendur hér á landi. Um 15-25 manns að meðaltali, sem leita hælis á Íslandi, búa í Reykjanesbæ. Það er ekki mikill fjöldi manna en alls sóttu 38 um hæli á Íslandi í fyrra. Að fá leyfi til þess að búa hér er ekki auðvelt. Umsókn um hæli fer í gegnum ítarlega rannsókn sem tekur langan tíma. Sumir af þeim hælisleitendum sem nú búa í Reykjanesbæ hafa þegar beðið eftir viðbrögðum dómsmálayfirvaldanna í eitt til tvö ár. Fæstir hælisleitendanna eru með atvinnuleyfi og þurfa því að drepa tímann liðlangan daginn, alla daga. Að sjálfsögðu er eftirsóknarvert og nauðsynlegt að hælisumsókn verði afgreidd án tafar og að umsækjendur fái sanngjarnan úrskurð. En í rauninni virðist vera þörf fyrir ýmsar úrbætur í aðstæðum hælisleitenda. Þær varða t.d. aðstæður þeirra á meðan á biðtíma stendur (vinna, menntun, heilsugæsla, tilgangur hvers dags o.fl.), aðstæður gistiheimilis og samskipti milli umsækjenda og viðkomandi yfirvalda. Tökum dæmi: Þótt reglugerðir kveði á um að hælisleitendur skuli fá staðfestingu skráningar hjá Útlendingastofnun, þá virðist vera brotalöm á framkvæmdinni og fólkið hefur ekki skilríki sem sanna nafn þess og lagalega stöðu hérlendis. Fyrir einu og hálfu ári lenti einn hælisleitenda í bílslysi og þar sem hann var ekki með skilríki urðu nokkur vandræði. Var Útlendingastofnun þá bent á þessi vandkvæði en samt hafa engar úrbætur orðið. Svarið er alltaf „málið er í vinnslu". Málið er raunar í glatkistu. Hver er ástæða þess? Nú ætla ég að vera diplómatískur og vil ekki saka neinn af viðkomandi aðilum fyrir vanrækslu eða tillitsleysi. Mér sýnist ástæðan sem veldur „glatkistu-einkennamynstrinu" vera sú staðreynd að málefni hælisleitenda eru geymd í skugga samfélagsins og falin fyrir augum almennings. Auk þess kynnast margir málum hælisleitenda aðeins í umfjöllun dagblaða sem oft eru í hneykslunarstíl. Slíkt er ekki bara skaðlegt fyrir málefnið, heldur ýtir því lengra inn í skuggann. Þannig eru hælismál sett neðar en önnur mál sem bíða úrbóta og njóta ekki forgangs. Mér finnst afar nauðsynlegt og sanngjarnt að almenningur fái að þekkja hælismálin og axla ábyrgð sína. Hælisleitendur hafa engan þrýstihóp að baki sér. Það hlutverk verður því almenningur að taka að sér. Í þessu samhengi er ég með tillögu. Ég vil hvetja alla alþingismenn til að fara í heimsókn til hælisleitenda í Reykjanesbæ og hitta fólkið og hlusta á það. Ég vil hvetja þingmennina til að kynnast málum hælisleitenda frá fyrstu hendi í staðinn fyrir að fá upplýsingar gegnum þriðja aðila. Íslenska ríkið er aðili að alþjóðlegu samkomulagi um réttindi flóttamanna og hælisleitenda. Mér finnst ekki svo slæmt að eyða nokkrum klukkustundum í að skoða hvernig ástandið raunverulega er. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í gær, 20. júní var alþjóðadagur flóttamanna. Ég er reglulega í sambandi við hælisleitendur hér á landi. Um 15-25 manns að meðaltali, sem leita hælis á Íslandi, búa í Reykjanesbæ. Það er ekki mikill fjöldi manna en alls sóttu 38 um hæli á Íslandi í fyrra. Að fá leyfi til þess að búa hér er ekki auðvelt. Umsókn um hæli fer í gegnum ítarlega rannsókn sem tekur langan tíma. Sumir af þeim hælisleitendum sem nú búa í Reykjanesbæ hafa þegar beðið eftir viðbrögðum dómsmálayfirvaldanna í eitt til tvö ár. Fæstir hælisleitendanna eru með atvinnuleyfi og þurfa því að drepa tímann liðlangan daginn, alla daga. Að sjálfsögðu er eftirsóknarvert og nauðsynlegt að hælisumsókn verði afgreidd án tafar og að umsækjendur fái sanngjarnan úrskurð. En í rauninni virðist vera þörf fyrir ýmsar úrbætur í aðstæðum hælisleitenda. Þær varða t.d. aðstæður þeirra á meðan á biðtíma stendur (vinna, menntun, heilsugæsla, tilgangur hvers dags o.fl.), aðstæður gistiheimilis og samskipti milli umsækjenda og viðkomandi yfirvalda. Tökum dæmi: Þótt reglugerðir kveði á um að hælisleitendur skuli fá staðfestingu skráningar hjá Útlendingastofnun, þá virðist vera brotalöm á framkvæmdinni og fólkið hefur ekki skilríki sem sanna nafn þess og lagalega stöðu hérlendis. Fyrir einu og hálfu ári lenti einn hælisleitenda í bílslysi og þar sem hann var ekki með skilríki urðu nokkur vandræði. Var Útlendingastofnun þá bent á þessi vandkvæði en samt hafa engar úrbætur orðið. Svarið er alltaf „málið er í vinnslu". Málið er raunar í glatkistu. Hver er ástæða þess? Nú ætla ég að vera diplómatískur og vil ekki saka neinn af viðkomandi aðilum fyrir vanrækslu eða tillitsleysi. Mér sýnist ástæðan sem veldur „glatkistu-einkennamynstrinu" vera sú staðreynd að málefni hælisleitenda eru geymd í skugga samfélagsins og falin fyrir augum almennings. Auk þess kynnast margir málum hælisleitenda aðeins í umfjöllun dagblaða sem oft eru í hneykslunarstíl. Slíkt er ekki bara skaðlegt fyrir málefnið, heldur ýtir því lengra inn í skuggann. Þannig eru hælismál sett neðar en önnur mál sem bíða úrbóta og njóta ekki forgangs. Mér finnst afar nauðsynlegt og sanngjarnt að almenningur fái að þekkja hælismálin og axla ábyrgð sína. Hælisleitendur hafa engan þrýstihóp að baki sér. Það hlutverk verður því almenningur að taka að sér. Í þessu samhengi er ég með tillögu. Ég vil hvetja alla alþingismenn til að fara í heimsókn til hælisleitenda í Reykjanesbæ og hitta fólkið og hlusta á það. Ég vil hvetja þingmennina til að kynnast málum hælisleitenda frá fyrstu hendi í staðinn fyrir að fá upplýsingar gegnum þriðja aðila. Íslenska ríkið er aðili að alþjóðlegu samkomulagi um réttindi flóttamanna og hælisleitenda. Mér finnst ekki svo slæmt að eyða nokkrum klukkustundum í að skoða hvernig ástandið raunverulega er. Höfundur er prestur innflytjenda.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun