Viðskipti erlent

Verkamannaskortur vandamál í Póllandi

Skortur er á verkamönnum í Póllandi. Meira en milljón Pólverjar hafa flust frá landinu á undanförnum þremur árum.
Skortur er á verkamönnum í Póllandi. Meira en milljón Pólverjar hafa flust frá landinu á undanförnum þremur árum.

Frá því að Pólland gekk í Evrópusambandið árið 2004 hafa meira en milljón ungir verkamenn elt hærri laun til annarra Evrópulanda. Fyrir vikið stendur landið frammi fyrir verulegum verkamannaskorti.

Árið 2012 verða Pólland og Úkraína gestgjafar Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Opnunar­athöfnin á að fara fram í Varsjá í Póllandi. Til þess er hins vegar engin aðstaða enn sem komið er. Tími er því til kominn að hefjast handa við undirbúninginn. Vandamálið er hins vegar að fólk skortir til vinnunnar.

Pólsk yfirvöld leita nú ýmissa leiða til að stemma stigu við þessu mikla útstreymi vinnuafls, eftir því sem segir í frétt á vefsíðu BBC. Laun í byggingariðnaði hafa hækkað verulega í landinu að undanförnu. Þá er reynt að laða að verkamenn frá löndum Austur-Evrópu, Kína og Indlandi. Er þeim ætlað að fylla skarð pólsku verkamannanna, í það minnsta svo lengi sem launin í Póllandi eru svo miklu lægri en í öðrum Evrópulöndum sem raun ber vitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×