Viðskipti innlent

Starfsmenn fá yfir 1,4 milljarða

Starfsmenn í Actavis Group, sem höfðu gert kaupréttarsamninga við félagið, fengu í gær 16,58 milljónir evra, um 1.450 milljónir króna, þegar fyrirtækið greiddi upp alla samningana. Um var að ræða greiðslu sem tók mið af mismuni á yfirtökutilboðsverði Novators í Actavis, sem hljóðaði upp á 1,075 evrur á hlut, og kaupverði af kaupréttarsamningum.

Félagið greiddi aðstoðarforstjóra og níu framkvæmdastjórum rétt um 6,15 milljónir evra, um 538 milljónir króna. Aðrir starfsmenn Actavis fengu 10,43 milljónir evra í sinn hlut, sem svarar til 913 milljóna króna.

Sigurður Óli Ólafsson aðstoðarforstjóri, fjármálastjórinn Mark Keatley og Stefán Jökull Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, fengu hver í sinn hlut tæpar 922 þúsund evrur, rúmar 80 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×