Viðskipti innlent

Seldu eigin bréf undir lokagengi

Straumur fjárfestingabanki seldi eigin hlutabréf fyrir rúma 10,2 milljarða króna laust eftir klukkan tíu í gærmorgun, alls 550 milljón hluti á genginu 18,6. Lokagengi bréfa Straums í gær var 19,6 krónur á hlut og eignarhluturinn því seldur 550 milljónum króna undir því verði. Sambærilegt verð á hlutabréfum Straums var síðast að finna í mars á þessu ári.

Í tilkynningu bankans um kaupin til Kauphallar kemur ekki fram hver sé kaupandi og ekki hefur komið fram tilkynning á móti til kauphallar um aukinn eignarhlut í bankanum. Hluturinn sem seldur var jafngildir 5,3 prósentum af heildarhlutafé bankans.

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Straums, segir bréf bankans augljóslega hafa verið til sölu og ekkert óeðlilegt við viðskiptin. „Bréfun voru seld á markaðsverði ," segir hún og bætir við flöggunarskylda sé mjög skýr upp á hvenær kaupendur þurfi að gefa upp eignarhlut sinn. Straumur segir hún hins vegar að fari eftir reglum um upplýsingagjöf á markaði. Flöggunarskilda er hjá kaupendum við fimm prósenta eignarhlut og því væntanlega hægt að gefa sér að enginn einn fjárfestir hafi farið yfir þau mörk í viðskiptunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×