Viðskipti innlent

Eykur verðmæti hluthafa

Innra virði hlutafjár í Kaupþingi hefur ekki verið lægra á markaði áður.
Innra virði hlutafjár í Kaupþingi hefur ekki verið lægra á markaði áður. MYND/GVA

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, telur að hin 270 milljarða króna yfirtaka bankans á NIBC í Hollandi muni auka verðmæti hlutafjár í Kaupþingi mikið. Það fæst með því að kaupa banka sem er á lægri verðkennitölum en Kaupþing. Hann bendir ennfremur á að innra virði Kaupþing um þessar mundir hafi ekki verið metið lægra síðan bankinn fór á markað haustið 2001.

„Við stjórnendur bankans getum ekki haft mikið álit á því hvernig markaðurinn metur bréfin okkar. En markmið okkar er samt að auka innra virði bankans á hverjum tíma. Það er það sem við gerum verulega á þessu ári, úr um 400 krónum á hlut í upphafi ársins í 600 krónur á hvern hlut í lok þessa árs,“ sagði hann á kynningarfundi með fjárfestum vegna kaupanna á NIBC.

En hvernig fer bankinn að því að auka verðmæti hluthafa? „Við gefum út hlutafé til JC Flowers [stærsta eiganda NIBC] í banka sem er metinn á rúmlega 2,3 sinnum eigið fé en kaupum banka sem metinn er á 1,5 sinnum eigið fé.“

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi stóð í 1.090 krónum á hlut í gær sem þýðir að innra virði bankans fer niður í 1,8 miðað væntan hagnað bankans á árinu og aukningu eigin fjár vegna kaupanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×