Líkur á hagnaði bandarískra flugfélaga 3. janúar 2007 16:47 Greiningardeild Landsbankans segir líkur á að nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna muni skila hagnaði á síðasta ári en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2000 eftir mikla lægð. Þá segir deildin mikla umræðu hafa verið um samruna flugfélaganna vestanhafs. Gengi hlutabréfa í móðurfélagi American Airlines hækkaði mikið á fyrsta viðskiptadegi ársins í Bandaríkjunum í dag. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag kemur fram að flugiðnaðurinn vestanhafs hafi verið í mikilli lægð allt frá árásunum á tvíburaturnana í New York haustið 2001. Rekstur þeirra hafi batnað hægt og bítandi en þrátt fyrir það hafi þau samanlagt tapað 35 milljörðum króna á árabilinu 2001 til 2005. Síðasta ár var gott hjá flestum flugfélögum að fjórða ársfjórðungi undanskildum vegna hærri viðhaldskostnaðar og meiri seinkana á flugi en búist var við, að sögn deildarinnar. Þá geti verið líklegt að einhver félög komi til með að skila tapi í fjórðungnum. Þá vitnar greiningardeildin til bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal, sem hefur eftir sérfræðingum að margt bendi til þess að samrunar flugfélaga séu álitlegur kostur í dag. Með samruna muni nýting flugsæta batna og skapa meira svigrúm á markaðnum. Þó myndi það einnig hafa í för með sér aukinn kostnað og skuldsetningu sem kæmi niður á hagnaði félaganna, að sögn blaðsins. Þá segir deildin að AMR, stærsta flugrekstrarfélag í heimi, sem FL Group keypti 6 prósent í undir lok síðasta árs, hafi skilað hagnaði á tveimur fjórðungum á síðasta ári. Gengi hlutabréfa í AMR hefur hækkað mikið í Bandaríkjunum í dag eða um rúm 8 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Greiningardeild Landsbankans segir líkur á að nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna muni skila hagnaði á síðasta ári en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2000 eftir mikla lægð. Þá segir deildin mikla umræðu hafa verið um samruna flugfélaganna vestanhafs. Gengi hlutabréfa í móðurfélagi American Airlines hækkaði mikið á fyrsta viðskiptadegi ársins í Bandaríkjunum í dag. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag kemur fram að flugiðnaðurinn vestanhafs hafi verið í mikilli lægð allt frá árásunum á tvíburaturnana í New York haustið 2001. Rekstur þeirra hafi batnað hægt og bítandi en þrátt fyrir það hafi þau samanlagt tapað 35 milljörðum króna á árabilinu 2001 til 2005. Síðasta ár var gott hjá flestum flugfélögum að fjórða ársfjórðungi undanskildum vegna hærri viðhaldskostnaðar og meiri seinkana á flugi en búist var við, að sögn deildarinnar. Þá geti verið líklegt að einhver félög komi til með að skila tapi í fjórðungnum. Þá vitnar greiningardeildin til bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal, sem hefur eftir sérfræðingum að margt bendi til þess að samrunar flugfélaga séu álitlegur kostur í dag. Með samruna muni nýting flugsæta batna og skapa meira svigrúm á markaðnum. Þó myndi það einnig hafa í för með sér aukinn kostnað og skuldsetningu sem kæmi niður á hagnaði félaganna, að sögn blaðsins. Þá segir deildin að AMR, stærsta flugrekstrarfélag í heimi, sem FL Group keypti 6 prósent í undir lok síðasta árs, hafi skilað hagnaði á tveimur fjórðungum á síðasta ári. Gengi hlutabréfa í AMR hefur hækkað mikið í Bandaríkjunum í dag eða um rúm 8 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira