Viðskipti erlent

Boeing tekur fram úr Airbus

777 farþegaþota frá Boeing.
777 farþegaþota frá Boeing.

Stjórn bandarísku flugvélasmiðjanna Boeing greindi frá því í gær að fyrirtækið hefði selt 1.044 farþegaflugvélar á síðasta ári. Þetta er 42 vélum meira en á síðasta ári og annað árið í röð sem fyrirtækið skilar metsölu. Allt stefnir í að Boeing taki fljótlega fram úr evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus sem söluhæsti flugvélaframleiðandi heims.

Boeing var söluhæsti flugvélaframleiðandinn allt til ársins 2000 þegar Airbus tók toppsætið. Vandræði hjá Airbus vegna framleiðslu á A380 risaþotu félagsins, einni stærstu farþegaflugvél í heimi, sem hefur leitt til þess að afhending vélanna er tveimur árum á eftir áætlun. Af þessum sökum hafa æ fleiri flugfélög hafa pantað flugvélar frá Boeing.

Eftir miðjan mánuðinn verður greint frá því hvort félaganna hreppir toppsætið þegar Airbus birtir sölutölur sínar fyrir síðasta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×