Airbus gefur út neikvæða afkomuviðvörun 18. janúar 2007 13:15 Frá tilraunaflugi Airbus-risaþotanna í ágústlok í fyrra. Mynd/AFP Evrópska flugvélasmiðjan Airbus sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær vegna yfirstandandi rekstrarárs. Þetta er önnur afkomuviðvörun fyrirtækisins á aðeins fjórum mánuðum en fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum skelli vegna aukins kostnaðar og tafa við framleiðslu á A380 risaþotu Airbus, einnar stærstu farþegaþotu í heimi. Stjórn EADS, móðurfélags Airbus, hefur enn ekki greint frá afkomuspá Airbus á þessu ári en greinendur telja að fyrirtækið muni skila af sér um tveggja milljarða evru taprekstri á árinu. Það jafngildir um 181,6 milljarða króna tapi á tímabilinu. Inni í afkomutölum síðasta árs mun vera kostnaður við endurskipulagningu fyrirtæksins, sem tekur gildi í næsta mánuði. Upphaflega stóð til að kostnaðurinn myndi færast yfir á yfirstandandi rekstrarár en nú hefur verið hætt við það en búist við að gjörningurinn muni að einhverju leyti laga við rekstur fyrirtækisins í bókum félagsins. Tafir á afhendingu risaþotanna olli Airbus talsverðum vandræðum á síðasta ári. Afhendingin er tveimur árum á eftir áætlun en til stendur að afhenda fyrstu vélarnar á næsta ári. Þá hótaði fjöldi flugfélaga að fara í skaðabótamál við Airbus vegna þessa en einungis eitt flugfélag Emirates í Dubai hefur fram til þessa ákveðið að fara alla leið í málinu. Tafirnar hrjá ekki einungis Airbus því gengi EADS hefur sömuleiðis fallið um þriðjung frá því fyrst var greint frá vandræðum við framleiðslu risaþotanna. Þá var tveimur æðstu stjórnendum Airbus og EADS sagt upp störfum vegna þessa og stendur enn yfir rannsókn á meintum innherjasvikum með sölu hlutabréf þeirra í EADS skömmu áður en gengi bréfanna féll. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Evrópska flugvélasmiðjan Airbus sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær vegna yfirstandandi rekstrarárs. Þetta er önnur afkomuviðvörun fyrirtækisins á aðeins fjórum mánuðum en fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum skelli vegna aukins kostnaðar og tafa við framleiðslu á A380 risaþotu Airbus, einnar stærstu farþegaþotu í heimi. Stjórn EADS, móðurfélags Airbus, hefur enn ekki greint frá afkomuspá Airbus á þessu ári en greinendur telja að fyrirtækið muni skila af sér um tveggja milljarða evru taprekstri á árinu. Það jafngildir um 181,6 milljarða króna tapi á tímabilinu. Inni í afkomutölum síðasta árs mun vera kostnaður við endurskipulagningu fyrirtæksins, sem tekur gildi í næsta mánuði. Upphaflega stóð til að kostnaðurinn myndi færast yfir á yfirstandandi rekstrarár en nú hefur verið hætt við það en búist við að gjörningurinn muni að einhverju leyti laga við rekstur fyrirtækisins í bókum félagsins. Tafir á afhendingu risaþotanna olli Airbus talsverðum vandræðum á síðasta ári. Afhendingin er tveimur árum á eftir áætlun en til stendur að afhenda fyrstu vélarnar á næsta ári. Þá hótaði fjöldi flugfélaga að fara í skaðabótamál við Airbus vegna þessa en einungis eitt flugfélag Emirates í Dubai hefur fram til þessa ákveðið að fara alla leið í málinu. Tafirnar hrjá ekki einungis Airbus því gengi EADS hefur sömuleiðis fallið um þriðjung frá því fyrst var greint frá vandræðum við framleiðslu risaþotanna. Þá var tveimur æðstu stjórnendum Airbus og EADS sagt upp störfum vegna þessa og stendur enn yfir rannsókn á meintum innherjasvikum með sölu hlutabréf þeirra í EADS skömmu áður en gengi bréfanna féll.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur